KVENNABLAÐIÐ

ÍSLENDINGAR! TIL HAMINGJU MEÐ SJÓMANNADAGINN!

Þá er Sjómannadagurinn runninn upp og SYKUR óskar öllum sjófarendum hjartanlega til hamingju með daginn!

Sjómannadagurinn er hátíðisdagur tileinkaður sjómönnum, sem nafnið gefur til kynna og er alltaf haldinn fyrsta sunnudag í júní, nema sá dagur sé hvítasunnudagur, en þá ber sjómannadaginn upp viku síðar.

Þannig heiðrar þjóðin íslenska sjómenn og ástvini þeirra í dag, sunnudaginn 6 júní – en hátíðardagskrá er fjölbreytt og skemmtileg að venju. Skemmtilegt er að segja frá því að Sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur á Íslandi í núverandi mynd árið 1938 og hefur alltaf borið upp fyrsta sunnudag í júní (að undanskildri þeirri reglu sem Hvítasunnan kveður á um).

Lesa má meira um íslenska tyllidaga á Almannanaksvef Háskóla Íslands, en dansinn dunar við höfnina í Reykjavík í dag og hér , á vefnum HÁTÍÐ HAFSINS má nálgast hátíðardagskránna á höfuðborgarsvæðinu.

GLEÐILEGAN SJÓMANNADAG! <3

*Forsíðumynd: Hátíð Hafsins

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!