KVENNABLAÐIÐ

S U M A R: Fimm leiðir til að fegra handakrikana

Einmitt. Fagrir handakrikar. Handakrikar eru bara handakrikar og ekkert meira um það að segja, nema manni langi auðvitað til að vera hlíralausum bol eða ermalausum kjól eða fallegum topp eða … en þori því ekki af ótta við að lyfta höndunum og við blasa handakrikarnir.

Svitamyndun er ekki eini vágesturinn, því hörundið getur orðið mislitt undir höndum yfir sumarmánuðina, að ekki sé minnst á inngróin hár og útbrot sökum svitalyktaeyðis sem hentar hörundinu illa.

#1 – Farðu í vaxmeðferð:

Ekki prófa vaxið heima. Farðu á viðurkennda snyrtistofu og fáðu fagmanneskju til að framkvæma vaxmeðferðina. Hentu rakvélinni. Ekkert er verra en inngróin hár á annars vel snyrtum handakrikum. Þess utan er svo auðvelt að verða mislit undir höndunum eftir stuttan tíma í sólarlöndum og vaxmeðferðin getur einmitt dregið úr þeim litamismun. Þess utan endist vaxmeðferðin lengur en hefðbundinn rakstur.

#2 – Notaðu skrúbbkrem:

Já, það er vissulega mikilvægt að skrúbba allan líkamann í sturtu til að þrífa burtu dauðar húðfrumur – en ekki gleyma handakrikunum. Hefðbundið skrúbbkrem getur líka dregið úr litamismun undir höndum – mýkt og frískað upp á handakrikana. 

#3 – Skiptu um svitalyktareyði:

Sumir svitalyktareyðar innihalda skaðleg efni sem geta ert viðkvæmt höundið og myndað dökka litaflekki undir höndum. Ef svitalyktareyðirinn þinn ertir húðina eða ef þér svíður, skaltu umsvifalaust skipta um tegund og velja tegund sem er kjörin fyrir viðkvæmt hörund.

#4 – Pantaðu þér tíma hjá húðlækni:

Sama hvort um inngróin hár eða dökka litaflekki undir höndum er að ræða; húðlæknirinn þinn getur skorið úr um hvort líkaminn framleiðir of mikið melanín vegna áreitis. Húðlæknirinn þinn getur skrifað upp á mildan áburð sem dregur úr áreiti og sefar hörundið. Enn og aftur, legðu rakvélina frá þér og farðu á snyrtistofu, þar sem hárið eru fjarlægð með vaxi.

#5 – Vertu náttúrulega útlítandi:

Nei og aftur nei. Hér er ekki verið að leggja til að þú gangir um með ilmandi hárbrúska undir höndum (nema þér langi til og ef svo er, er ekkert við það að athuga.) En ef þér er illa við vaxmeðferðir, kannt illa að meta rakvélina eða hvað annað fellur til – þá eru til náttúrulegar aðferðir til að lýsa hárin undir höndunum, án þess að notast við háralit sem brennir og svíður undan.

Blandaðu saman ferskum sítrónusafa og Turmerik kryddi í litla skál, settu matskeið af hreinni jógúrt (eða AB mjólk) út í blönduna og hrærðu vel. Einnig má notast við hunang. Berðu þunnt lag af blöndunni á handakrikana og láttu liggja á í 10 mínútur. Skolaðu svo blönduna af í sturtu.


Gleðilegt sumar <3

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!