KVENNABLAÐIÐ

Þrír heimagerðir (lífrænir) andlitsmaskar fyrir viðkvæmt hörund

Lífrænt eldhúsgrúsk og tilraunastarfsemi með heimagerða hreinsimjólk getur verið stórskemmtilegt helgardund og er afar hressandi fyrir sálina. Sú tilhugsun að vita upp á hár hvaða innhaldsefni eru í hreinsimjólkinni getur verið svo notarleg, að ekki sé talað um að fersk og lífræn andlitsmjólk getur gert kraftaverk fyrir viðkvæmt andlitshörund.

Hér fara þrjár einfaldar uppskriftir að heimagerðri andlitsmjólk sem hreinsar og nærir andlitshörundið. Allt sem til þarf eru fáein hráefni úr eldhúsinu, góð og hitaþolin skál og hreinn, mjúkur þvottapoki. Örbylguofninum má skipta út fyrir ágætan pott á hellu og svo er það bara að fara með andlitið yfir baðvaskinn þegar blandan hefur verið borin á. Einfalt í framkvæmd, nærandi fyrir hörundið og stórskemmtilegt grúsk í eldhúsinu. Skemmtilegt!

 

Möndluskrúbbur fyrir allar húðgerðir

0032

20 grömm malaðar möndlur (hægt er að nota kaffikvörn til að mala möndlurnar)

2 matskeiðar af rjóma (má nota nýmjólk líka)

1 teskeið af ferskum sítrónusafa

Blandið öllum innihaldsefnunum saman í lítilli skál og hrærið vel saman. Berið á andlitið og nuddið hörundið varlega – malaðar möndlurnar örva blóðstreymi hörundsins og mjólkin nærir meðan sítrónusafinn fjarlægir aukreitis húðfitu og frískar upp á hörundslitinn. Hreinsið af með volgu vatni yfir vaski – þerrið andlitið með mjúkum þvottapoka.

 

 Gúrku- og haframjólk fyrir þurrt hörund

IMG_4003

¼ væn og fersk agúrka

2 matskeiðar af hreinni jógúrt  

2 matskeiðar af soðnu haframjöli

Maukið agúrkuna vel í matvinnsluvél eða með töfrasprota, hrærið því næst jógúrt og soðnu haframjölinu saman við blönduna. Maukið er frábær hreinsimjólk fyrir þurrt og viðkvæmt andlitshörund, berið á andlitið yfir vaskinum, nuddið vel með fingurgómunum og skolið að síðustu af með volgu vatni.

*Ath: Hægt er geyma blönduna í kæli í allt að tvo daga, dýfa bómullarhnoðra niður í afgangsblönduna og bera á andlitið til að fríska upp á útlitið.  

Nærandi hunangshreinsimjólk

orig

1 matskeið af fljótandi hunangi

1 matskeið af grófu rísmjöli (rice bran)

1 matskeið af rjóma

Blandið öllum innihaldsefnum saman í hitaþolna skál og hrærið vel saman. Setjið inn í örbylgjuofn og stillið á 30 sekúndur. Takið nú skálina úr örbylgjuofninum og hrærið blöndunni vel saman þar til hún verður mjúk og jöfn. Látið kólna þar til hitastigið er hæfilegt og berið á andlitið meðan blandan er enn volg. Hreinsið af með volgu vatni yfir vaskinum (eða í sturtunni) og þerrið andlitið að lokum með hreinum, mjúkum þvottapoka.

Heimild: Wikihow

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!