KVENNABLAÐIÐ

10 hugmyndir fyrir þægar og óþægar hliðar kynlífsins

Þú hefur valið!

Heit sturta

Þæg: Áttu sturtusápu sem hann elskar lyktina af? Hitaðu hana milli lófana og skrúbbaðu hann leikandi létt og notaðu froðuna sem sleipiefni til að nudda fjölskyldudjásnin. Veitir honum ánægjuna af snertingu frá þér og tenginguna við ilminn.

Óþæg: Notaðu sturtuna eða lausa sturtuhausinn til að gefa honum nána innsýn inn í hvernig þú kveikir í sjálfri þér. Gerðu hann allveg snar með ákafanum og hvíslaðu að honum að þú hugsir um hann þegar þú ert ein með sjálfri þér.

Munnlega leiðin

Þæg: Kysstu hann frá kjálkanum og hægt niður að kviðnum, notaðu svo tungubroddinn til að feta leiðina að vininum. Þegar þú loksins tekur til starfa verður hann kominn í krampa af eftirvæntingu.

Óþæg: Gefðu honum óþekku útgáfuna af munnmökum. Sæktu varasalva sem inniheldur kælandi menthol. Það á eftir að gefa honum fiðring í húðinni hvar sem varirnar snerta hann. Ánægjuhrollurinn á eftir að skríða alla leið.

Opnum pakkana

Þæg: Klæddu þig upp í uppáhaldsfötin úr fataskápnum (til dæmis þröngi kjóllinn sem hann elskar og pinnahælarnir) og leyfðu honum að fletta eini flík af í einu. Vertu svo í nýjum óvæntum undirfötum undir öllu saman.

Óþæg: Gerðu hann að ástarfanganum þínum. Klæddu þig í gegnsæjan brjóstahaldara og nærur og segðu honum að snúa sér frá þér. Bittu saman hendurnar á honum og gerðu blindfold úr kynæsandi nærfötunum og gerðu það sem þig langar við hann.

Deilið sexí snarli

Þæg: Bittu klút um augun á honum og gefðu honum hægt og munaðarlega sætindi beint af eigin vörum og láttu hann giska á hvað hann var að smakka. Hækkaðu hitastigið enn meira með því að nota brjóstin og magan til að bera fram.

Óþæg: Haltu smá teiti og kitlaðu hann með smá freyðivíni. Fáðu þér sopa af ísköldu kampavíni og renndu tungunni yfir geirvörturnar á honum. Kuldinn dregur saman háræðarnar og skapar syndsamlega upplifun.

Bara koss

Þæg: Settu upp bíókvöld í sófanum og segðu honum að hann fá ekkert meira en koss. Þessi sakleysislega tillaga lætur ykkur bæði langa í meira. Að leyfa honum að reyna að sannfæra þig um að gera meira úr kvöldinu er helmingurinn af skemmtuninni.

Óþæg: Plataðu tunguna á honum inn með þinni og þegar hann ætlar að hætta, gríptu þá tungubroddinn með vörunum og sjúgðu hann eins og þú myndir gæla við hann í munnmökum. Smá sýnishorn sem kveikir í honum fyrir aðalatriðið.

 

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!