KVENNABLAÐIÐ

23 leiðir til að líta betur út á einni mínútu eða minna

Gríptu ísmola, slepptu múffunni og lestu þessi ráð frá stílistanum og snyrtivöru efnafræðingnum Mary Schook.

1. Bræddu ísmola yfir andlitið. Eftir að þú hreinsar andlitið, renndu ísmola yfir andlitið til að loka og þétta svitaholunum. (Þú getur byrjað á höndunum á svo molinn sé byrjaður að bráðna). Kælingin hjálpar líka við að draga úr öllum bólgum sem eru til staðar.

2. Borðaðu þroskaðan banana, nuddaðu svo innri hlið hýðisins á ójöfnur og fínar línur. Bananar halda þér saddri milli mála og hjálpa þér að viðhalda blóðsykursjafnvægi. Bónus: innra byrði hýðisins inniheldur ensím sem hreinsa dauðar húðfrumur, veita raka og gefa húðinni líflegra útlit. Nuddið hýðinu á fínu línurnar þangað til það oxast og verður brúnt, sem tekur um mínútu og hreinsaðu svo andlitið.

3. Notaðu blaðmaska til að bæta vökva og vítamínum í húðina. Jafnvel þótt þú notir uppáhalds maskann þinn ekki í nema mínútu hjálpar það þér að líta ferskari út. Góðar tegundir eru til dæmis  The Face Shop Hydro Vita Gel Mask og SK-II Treatment Mask. Og fyrst þú hefur ekki nema 60 sekúndur til að nota maskann, haltu honum virkum með því að úða smá Evian water spray á hann og setja í endurlokanlegann plastpoka. Þá getuðu notað hann aftur seinna, mundu bara að nota hina hliðina á blaðinu.

4. Vertu með rósavatnsúða í veskinu og úðaðu á þig reglulega yfir daginn, Kollagenið í húðinni byrjar að brotna niður þegar rakinn í húðinni er uppurinn. Þegar þú finnur að húðin er að verða strekt og þurr, úðaðu þá rósavatninu létt á andlitið (rósavatn er bólguminnkandi og virkjar kollagenið). Leyfðu því að liggja (ekki snerta andlitið, þú gætir verið að leyfa bakteríum af höndunum að síast inn með vatninu). Og nú er húðin rakabætt og ungleg. Dæmi um góðan úða er Glossier Soothing Face Mist.

5. Nuddaðu hnakkarótina. Blóðflæðið stíflast þegar hálsvöðvarnir stífna, sem gerist í streitu dagsins og veldur þrýstingi á æðarnar. Með því að nudda hnakkarótina í eina mínútu, losar þú um vöðvana. Eðlilegt blóðflæði hjálpar þér að hugsa skýrar og losar jafnframt um streitu sem hindrar losun hormónsins cortisol sem vinnur á móti framleiðslu kollagens. Afleiðingin er ferskara útlit og færri línur í andlitinu.

6. Borðaðu bætibakteríur (probiotic). Bætibakteríu byggja upp ónæmiskerfið og halda góðu og slæmu bakteríunum í jafnvægi, sem heldur húðinni hreinni og orkunni góðri. Mundu bara að ræða við lækni ef þú ætlar að gera þau að hluta af daglegri rútínu.

7. Notaðu þurrsjampó til að gera morgunrútínuna léttari. Það vita það allir nútildags að smá þurrsjampó lætur hárið líta út fyrir að hafa verið blásið, á nokkrum sekúndum. En ef þú ert ekki með þurrsjampó við hendina má láta talkúmpúður gera sama gagn en það á til að skilja eftir hvítar leyfar. Til að losna við það skelltu því í þig kvöldið áður þannig að púðrið hafi allveg átta klukkutíma til að virka. Þú átt eftir að upplifa þig eins og prinsessu daginn eftir þegar þú vaknar með frábært hár.

8. Hlauptu á staðnum í sextíu sekúndur. Kemur blóðrásinni af stað og eykur súrefnismagnið í líkamanum sem eykur efnaskiptin. Og andlitið fær heilbrigðan roða.

9. Settu froðu í hárið frá rótum til enda, settu hárið í háan snúð um morguninn og svo seinna um daginn, taktu snúðinn úr og vertu tilbúin með kvöldútlitið með glæsilegar lausar bylgjur. Fullkomið dagsútlit sem virkar svo út um kvöldið og tekur bara um mínútu að framkvæma. Skapaðu lyftingu og þykkt með því að toga hárið á toppi höfuðsins varlega fram á við að hluta til þannig að hárið haldist lyft um leið og það fellur niður.

10. Notaðu varalit til að bæta lit við augu, kinnar og varir. Ef þú hefur ekki tíma til að farða þig fulla förðun, settu þá uppáhalds varalitinn þinn á augu, kinnbein og varir til að líta samstundis fáguð út. Fyrir nánari leiðbeiningar kíktu hér.

11. Þurrburstaðu líkamann. Notaðu líkamsbursta, eins og Aromatherapy Associates Polishing Body Brush, og burstaðu dauðar húðfrumur létt af húðinni. Þetta eykur blóðrásina og ýtir undir starfssemi eitlakerfisins. Ha, hvað er eitlakerfið? Eitlakerfið er nokkurskonar ruslakerfi fyrir frumurnar og þegar það er örvað skapar það hreinna skinn og heilsusamari líkama. Burstaðu upp á við í átt að hjartanu svo úrgangurinn eigi greiðari leið úr kerfinu. Mundu að þrífa burstann í sturtunni til að losa þig við dauðar húðfrumur!

12. Notaðu kaffikorgs leyfar blandaðar ólífuolíu sem snögga húðhreinsun í baðinu. Eftir að þú hellir upp á morgunbollann, fjarlægðu þá síuna eða púðann úr vélinni, blandaðu í nokkrum dropum af ólífuolíu og notaðu blönduna í sturtunni áður en þú setur vatnið af stað. Að nudda þessari blöndu á húðina með hringlaga hreyfingum eykur blóðrásina og ýtir undir losun eitlakerfisins. Koffeinið í kaffinu hjálpar svo til við að strekkja á húðinni.

13. Notaðu augnserum með kúlu til að minnka þrota. Vökvi getur líka safnast fyrir kringum augun og látið þig líta út eins og þú hafir vakið alla nóttina. Til að ná hreyfingu á vökvann, notaðu augnserum með kúlu úr stáli og fylgdu þessum leiðbeiningum:

  1. Byrjaðu við innri brún augans og rúllaðu undir augnbrúnina út að ytri enda beinsins. Endurtaktu þetta fjórum sinnum.
  2. Farðu svo næst frá ytri brún augans og undir það allveg að nefi fjórum sinnum.
  3. Rúllaðu svo frá ytri brún augans yfir augndældinni að innri brún fjórum sinnum.
  4. Farðu að lokum alla leiðina kringum augað með rúllunni og þá er ferlinu lokið. Þú ættir að sjá augnbrúnina lyftast aðeins og þrotann hverfa.

Prófaðu Clinique All About Eyes Serum De-Puffing Eye Massage.

14. Notaðu luminizer krem á augnkrókinn. Renndu einfaldlega hreinum fingurgóm rétt yfir luminizer krem sem er ekki of glitrandi og rétt dúmpaðu á augnkrókana. Hlýjir fingurgómarnir bræða vöruna á húðina og láta þig líta vakandi og ferskt út. Prófaðu til dæmis RMS Living Luminzer.

15. Þefaðu af piparmynntu eða eucalyptus essential olíu um miðjan dag til a minnka streitu. Þessar ilmtegundir skýra nefgöngin, auka súrefnisflæði til húðarinnar og hjálpa þér að ná ró.

16. Helltu upp á te. Veldu koffeinlausa útgáfu af uppáhalds bragðtegundinni þinni svo það dragi ekki úr rakanum í húðinni. Viltu fá auka húðhreinsun um leið? Veldu te með hibiskus sem hjálpar til við húðhreinsun og afeitrar frumurnar. Prófaðu til dæmis Yogi Skin Detox.

17. Slepptu múffunni í kaffinu. Of mikill sykur brýtur niður kollagen og elastin sem leiðir af sér fínar línur og hrukkur. Í stað sykursins sem þú heldur að gefi þér orku, borðaðu eitthvað heilbrigðara eins og drykk eða mat með chia fræjum. Chia fræ draga í sig vökva og þenjast út sem skapar seðjandi tilfinningu og bætir fullt af hollum trefjum í mataræðið þitt.

18. Þvoðu hárið með hlýju vatni og svo kaldri bunu til að loka hársekkjunum og auka glans. Halló, hárið hennar Blake Lively!

19. Veldu soja kerti frekar en kerti úr gerfiefnum (eins og parafin). Soja kerti innihalda nauðsynlegar olíur fyrir orkuaukningu á meðan parafin kerti innihalda bensín sem getur gert þig syfjaða og ert upp húðvandamál eins og exem. Góð hugmynd er til dæmis Archipelago Black Forest Soy Candle

20. Notaðu fægiþjöl á neglurnar. Ef þú hefur ekki tíma fyrir handsnyrtingu, getur fægiþjöl gert neglurnar fullkomnar. Tekur bara sekúndur og allir halda að þú hafir verið hjá sérfræðingi!

21. Settu dökkbrúnan augnlínublýant á innri augnbarmana til að líta meira vakandi út. Svartur blýantur getur verið of dökkur að degi til en mótvægið milli brúns augnblýants og augnhvitunnar er nægilegt til að láta þig líta út fyrir að hafa náð átta tíma svefni þegar það tókst ekki allveg.

22. Notaðu augnbrúnaablað til að fjarlægja aukahár.  Stöðugt plokkuð hár geta hætt að vaxa aftur sem gæti verið bölvað ef þig langar einhvern tíma til að breyta lögun brúnanna eða hafa þær stærri. Notkun augnbrúnablaðs (eins og til dæmis Sally Hansen Get in Shape Brow Shapers) hindrar það og hjálpar þér að viðhalda því lagi sem þú helst kýst.

23. Skolaðu hárið með eplaediki eftir að þú þværð það. Skolaðu hárið með einum bolla af eplaediki til að fá glans á augabragði.

 

Þýtt héðan.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!