KVENNABLAÐIÐ

En hvað er Gufupönk?

11066783_10206557416519847_4270309018238069495_n
Háverðugur Konungur Bíldalíu, Íslenska Gufupönksríkisins, Herra Ingimar Oddsson.

Steampunk, gufupönk er fyrst og fremst sjónrænn stíll þó bæði skáldsögur og tónlist hafi verið gerð til að fanga þetta andrúmsloft: Gufupönk er fengið úr framtíðar og vísindaskáldsögum 19. aldar og fram undir fyrri heimstyrjöld. Þetta er Viktoríu og Edwards tímabilið í sögu Englands og fagurfræði þessa tímabils í hugsanlegri framtíð.

Rithöfundar eins og H.G: Wells og Jules Verne voru kannski fyrstu gufupönkararnir en orðið Steampunk kemur þó ekki fram á sjónarsviðið fyrr en 1984. Þar verður til undirgrein vísindaskáldskapar og framtíðarhyggju (Cyber punk) þar sem leitað var aftur í tímann og þar fundin framtíðarsýn hugsuða og draumasmiða þessa bjartsýnistímabils sem var um aldamótin 1900.

Afturhvarf til framtíðar eða retrofuturismi er einkennandi fyrir þessa stefnu en einnig þekkjast stefnur sem kallast Dieselpönk og Atómpönk sem byggja stíl sinn á tímabilum seinna á tuttugustu öld.

Steampunk hefur í raun lítið að gera með pönk eða gufu, það vildi bara þannig til í þróuninni að þetta nafn festist við þennan stíl.10394054_10206557431840230_4595490024560978207_n

Fjöldi kvikmynda , tölvuleikja, skáldverka, teiknimyndablaða og hönnunar ýmiskonar hafa yfirbragð gufupönks og stundum er það algerlega án tilvísunar í orðið Steampunk. Brass-tannhjól og klukkuverk, gylltur mekkanismi og undratól eru mjög áberandi í stórmyndum eins og Sherlock Holmes 1 og 2, League of Extraordinary gentlemen, Hogo, Ævintýrum Adele Blanc Sec og jafnvel stórmynd þeirra Harry og Heimis. Nokkrar skáldsögur hafa komið út á Íslensku í Gufupönk stíl; þríleikurinn „Saga eftirlifenda“ eftir Emil Hjörvar Petersen“, „Flóttinn til skýjanna“ eftir Kristján Már Gunnarsson og „Bíldalía, Við endimörk veraldar“ eftir Ingimar Oddsson svo einhverjar séu nefndar.

11038143_10206557431880231_3918744401645087140_oVinsældir Gufupönks aukast með hverju ári og hefur því verið spáð að Gufupönk verði orðið aðal „trendið“ strax á næsta ári. (IBM-Social centiment index)
Gufupönk er afar vinsælt í hlutverkaleikjum og þá sér í lagi lifandi leikjum (LARP) og er ein hátíð áætluð í sumar (Steampunk Iceland – Ævintýrahátíð) þar sem þáttakendur taka að sér hlutverk í leik sem standa mun í heila viku. Fjöldi hátíða eru haldnar um allann heim og eru þær stærstu eins og Steampunk world’s fair að fá til sín 4000 manns yfir helgina sem hátíðin stendur yfir. Einnig má nefna hina árlegu hátíð The Edwardian Ball sem haldin er í Los Angeles og San Fransisco.  Árlegar hátíðir eru haldnar í Bretlandi, þýskalandi, Svíðþjóð, á Spáni og víðar í Evrópu en Steampunk hefur einnig fest rætur í Japan.
11043337_10206557416159838_7134536186449421586_oVíða erlendis má finna hljómsveitir sem semja og flytja tónlist undir áhrifum Gufupönks en þar má nefna „Steampowered Giraffe“, Abney Park“ og „Professor Elemental“. Þessar hljómsveitir hafa þó ekki náð miklum hæðum á hinum almenna neytendamarkaði en allt getur gerst. Á Íslandi hefur heyrst um tilraunir þessa efnis og það verður spennandi að sjá og heyra hvað úr því verður.
11052530_10206557415879831_6167595613585578363_nÞá er aðeins að kalla til félagana og bjóða í Steampunk Partý næst þegar gera á sér glaðan dag.

(Myndir IO, Google, Steampunker.de)

Höfundur greinarinnar er Háverðugur Konungur Bíldalíu, Íslenska Gufupönksríkisins, Herra Ingimar Oddsson.