KVENNABLAÐIÐ

Dótakassinn

Styttist í Valentínusardaginn og frumsýningu á 50 Shades og Grey og því er hér smá umfjöllun um kynlífshjálpartæki sem hafa þróast og breyst til batnaðar undanfarin ár. Frá því að vera „sleazy” tæki sem fyrst og fremst fullnægðu hugarórum karla í að vera smart, sexí og þróuð með þarfir beggja kynja í huga, hvað svo sem þú fílar í svefnherberginu.

Bleyttu þig…
Ekki loka þig inni í svefnherbergi með dótið þitt. Margir af nýjum titrurunum og kítlunum eru vatnsheld tæki og því hægt að leika með þau í sturtunni eða baðinu, ein og sér eða með leikfélaga. Vatnið gerir ekkert nema auka á unaðinn og bætir smá hita í leikinn.
Ef þú átt ekki dót í sturtuna, kíktu þá á þennan úr 50 Shades of Grey seríunni.

Vertu þráðlaus
Getur þú hugsað þér eitthvað skemmtilegra? Þetta egg kemur með þráðlausri fjarstýringu og veit sko alveg hvað það er að gera. Leiktu þér nú og láttu félaga þinn fá fjarstýringuna sem dregur allt að 10 metra og vá, þetta verður gaman!

Hver man ekki eftir Katherine Heigl í myndinni The Ugly Truth þar sem hún fær það svo eftirminnilega á veitingastaðnum. Hér má sjá myndbrot af því:

Vertu í formi
Gleymdu hlaupabrettinu ef þú virkilega vilt taka á því og til að auka hjartsláttinn þá skaltu æfa ástarvöðvana. Við vitum allar að grindarbotnsæfingar geta styrkt grindarbotninn og aukið næmni og skynjun sem aftur gefur þér betri fullnægingu og meira að segja leikfélaginn græðir á þessu líka því þú nærð að herpa svo vel utan um félagann að hann rýkur til og kaupir handa þér allar tegundir af grindarbotnsþjálfum.
En allir vita að það er ekkert sérlega gaman að gera þessar æfingar, fyrr en núna með grindarbotnsþjálfunar kúlum.

Snertu…
Ekki flýta þér beint í lokatakmarkið þó það sé auðvitað gott að taka sjortara öðru hvoru. Njóttu þess að snerta þig og leikfélagann með olíum og nuddtæki og kannaðu líkamann og hvað það er sem henni/honum finnst gott. Slakaðu á, kveiktu á kertum, settu sexí tónlist á og búðu þig undir unað. Nauðsynlegt að eiga úrval í skúffunni eða dótakassanum.

Leiktu þér
Fylgihlutir! Hugsaðu um bönd, grímur, fjaðrir, svipur og allt það sem er svo skemmtilegt. Það er svo skemmtilegt þegar annað ykkar er bundið og hinn aðilinn fær að kanna og leika sér. Það er svo mikilvægt að brjóta upp rútínu og trúðu mér, leikfélagi þinn æsist allur upp og þín bíður mikil gleði.

376915855_640

Reyndu að finna hans “blett”
Titrarar og kítlur eru ekki bara fyrir þig, vinkona. Þú ættir að prófa að nota dótið þitt á hann í forleiknum og sjá hvað gerist. Mjúk og nett kítla er frábær til að örva karlmanninn á hans næma svæði, milli pungs og endaþarms.
Þú getur einnig farið skrefinu lengra og sett sleipiefni á kítluna og leikið með það í kringum endaþarm karlmannsins og hann mun láta þig vita hvort honum finnst þetta gott.

Fáðu þér tvöfaldan
Dótið þitt er ekki bara í forleik. Sum flott tæki er hægt að nota í samförum sem veita þér og leikfélaganum tvöfaldan unað. Hmmm, græðgi? Nei, veistu það er bara geðveikt að nota We-Vibe og maður verður aldrei leiður.
Frábær hönnun á leiktæki sem er með 2 mótora sem leika við þig á meðan samförum stendur, nudda lim hans, g-blettinn þinn og sníp, allt á sama tíma. Ávísun á himneska fullnægingu.

Vertu lengi
Vissir þú að leiktæki geta látið kynlífið vara lengur og bætt ris karlmannsins? Titrandi gleðihringur sem fer uppá lim karlmannsins örvar ekki bara, heldur bætir frammistöðu hans svo um munar.

Leiktu þér og njóttu…