KVENNABLAÐIÐ

Instant SDG – Allt sem þarf til að verða eins og Sigmundur Davíð

Hver kannast ekki við að langa til að vera eins og Sigmundur Davíð? Nú er einfalt, fljótlegt og furðu hagkvæmt að breyta sér í sjálfan leiðtoga þjóðarinnar nánast á einni nóttu með Instant-SDG settinu vinsæla. Í einum handhægum pakka færðu allt sem til þarf til að breytast í alvöru leiðtoga! Þetta er jafn einfalt og að panta pizzu! (með einhverju algengu áleggi, ostagotti og 2ja lítra kókbrúsa).


Villandi leiðbeiningar á hæpinni íslensku fylgja.

 

Í settinu er:

 

1. Falsað prófskírteini frá viðurkenndum háskóla.

Screen Shot 2015-01-21 at 01.17.23 f.h.

2. Radarvari

passport-8500-x50-blue

3. Árgangssafn af Miller Lite-bjór

Timeline-of-Miller-Lite-Can-Designs1

4. Áskrift að Bændablaðinu

url

5.  Munnþurrkusafn vel með farið.

7

6. Stakir skór – margar gerðir

default-ds-photo-getty-article-56-148-92225590_XS

7. Greinargott kort af Skagafirði

Screen Shot 2015-01-21 at 01.51.56 f.h.

8. Eyðibýli á Íslandi öll 6. bindin

EBY6BINDI

9. Óopnaður gluggapóstur eitt kíló.

Screen Shot 2015-01-21 at 01.39.04 f.h.

10. Gimbur undan þrílembu

lomb_4

 

Öllum sem nota Instant-SDG er lofað árangri á heimsmælikvarða. Settinu fæst ekki skilað.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!