KVENNABLAÐIÐ

Við ætlum að flytja inn í Bíó Paradís um helgina

Það er spurning um að pakka saman svefnpokanum og tannbursta og vera bara í Bíó Paradís um helgina. Flottar bíómyndir í gangi og það er alltaf athyglisverður hópur sem sækir Bíó Paradís. Það er ekki ólíklegt að þú hittir skemmtilegt fólk, nörda, menningarvita og jaðartýpur af öllum gerðum og svo náttúrlega er bar. Já, það er bar í Bíó Paradís!

En að dagskránni. Í dag er frumsýnd franska bíómyndin Girlhood sem er óvanaleg gengjamynd um unga stúlku sem elst upp í fátækrahverfum Parísar.  Á vef Bíó paradísar segir:

„Marieme reynir að fá einhvern botn í tilveruna í flóknum veruleika fátækrahverfanna þegar hún dregst inn í stúlknagengi í borginni. Nálgun leikstjórans, Céline Sciamma, þykir allt í senn hugrökk og stælalaus svo úr verður kröftugt drama um forljótan veruleika fátæktarinnar, glæpanna og ekki síst manneskjunnar. Myndin hefur verið sögð nokkurskonar mannfræðirannsókn leikstjórans sem hefur áður skoðað óvanalegt hlutskipti kvenna sem verða ekki neyddar í hefðbundin skapalón samfélagsins.Myndin fékk frábærar viðtökur á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2014, þar sem hún var sýnd í flokknum Director´s Fortnight. Myndin er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2014.“

Hér er stikla úr myndinni:

Dagskrá helgarinnar er svo hér og það er af nægu að taka. Sjáumst í bíó um helgina, ræðum málin, rífumst um listræna sýn leikstjóra og tökum púlsinn á samfélaginu.

Screenshot 2015-01-16 12.20.21

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!