KVENNABLAÐIÐ

Stefnir í æsispennandi hátiðarhöld – Fullt tungl á jóladag í ár

Sveinki verður fantahress í ár, ef taka á mark á stöðu himintungla og í það minnsta sér hann vel fram á veginn, en tungl verður fullt þann 25 desember. Um talsvert merkan viðburð er að ræða, þar sem fullt tungl hefur ekki borið upp síðan árið 1977, en til gamans má geta að frumýning fyrstu Stjörnustríðsmyndarinnar; A New Hope, bar einmitt upp um jól það sama ár.

Gárungar segja að sé að marka hjátrúnna, megi reikna með að tíunda myndin í klassískri sögunni verði þá frumsýnd árið 2034, en svo langt er að bíða þar til fullt tungl ber næst upp á jólum.

Talsmaður NASA sagði þá í viðtali við ABC News að samkvæmt útreikningum yrði tunglið með öllu fullt kl. 11 mínútur yfir 11 fyrir hádegi að íslenskum tíma, á sjálfan jóladag, en þá baðar sólin tunglið í geislum sínum, á máli leikmanna.

Samkvæmt eldra tímatali eða Gamla Bændaalmanakinu er síðasta fulla tungl ársins, sem ávallt ber upp í desember ýmist nefnt Kalda Tunglið, Langa Næturtunglið eða Tunglið sem kom á undan jólunum. Þessir gömlu þjóðhættir munu tilkomnir vegna þess að desemberntur eru lengstu og myrkustu nætur ársins og það er einmitt á þessum árstíma sem sjálfur Kuldaboli fer að læsa járnkrumlum sínum í náttúruna.

Þá er að spenna greipar og bíða æsispennandi jóla, en stúlkurnar á ritstjórn eru þegar búnar að spenna sætisbeltin, enda alkunna að mannfólkið verður arfavitlaust á fullu tungli.
Lesa má meira um fullt tungl á Vísindavefnum

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!