KVENNABLAÐIÐ

Allur sannleikurinn um meyjarhaftið og mýtur um hreinar meyjar

Tölum aðeins um meyjarhöft. Og kynlíf. Bábiljur og bölvaða lygi. Vissir þú að kona getur haft samfarir án þess að meyjarhaftið rifni; að meyjarhaftið er ekki strekkt himna sem lokar alveg leggöngunum, heldur teygjanlegur vefur sem er útbúin örsmáu gati.

Einmitt. Ef ekkert gat eða útgönguleið væri á meyjarhaftinu sjálfu, gætu konur með ósnortið meyjarhaft þannig ekki farið á blæðingar – blóðið myndi bara safnast fyrir í leggöngunum þar til PÚFF! – og viljum við hugsa þá fantasíuna til enda? Svo.Einmitt. Vel mögulegt er fyrir konu nota tíðatappa meðan á blæðingum stendur og jafnvel að hafa samfarir án þess að meyjarhaftið rofni; um teygjanlega himnu er að ræða sem er ekki samfelld heldur útbúin með opi. 

Aðrar konur rífa meyjarhaftið við minnstu áreynslu og hefur kynlíf ekki nokkurn skapaðan hlut með það að gera. Meyjarhaftið getur rifnað þegar konan, eða stúlkan, fer í splitt, iðkar stangarstökk eða spilar fótbolta. Jafnvel þá, þó meyjarhaftið rifni, getur það líka gróið sára sinna og orðið heilt að nýju. Hugsið ykkur bara.

Svo ótrúlega magnað fyrirbæri er meyjarhaftið að bandarísk rannsókn sýndi fram á að yfir 50% táningsstúlkna sem nutu kynlifs reglulega, voru enn með ósnortið meyjarhaft. Hvernig sú rannsókn fór fram þyrstir svo ritstjórn ekki að vita, í það minnsta. Annað mál er svo að kynlíf á ekki endilega að vera sársaukafullt í fyrsta skiptið. Eða annað skiptið. Né það þriðja. Í raun og veru á eðlilegt kynlíf aldrei að vera sársaukafullt.

Meyjarhaftið er sveipað dulúð, misskilið fyrirbæri í meira lagi og órofið meyjarhaft vísar ekki til þess að kona hafi aldrei sofið hjá karlmanni. Hvort kona sefur hjá karlmanni eða ekki, er svo hennar einkamál og enginn, nokkru sinni, á nokkurn rétt á því að gera lítið úr konu fyrir það eitt að hafa notið kynlífs með karlmanni. Eða konu.

College Humor tók á málinu í stuttlegri umfjöllun um eðli meyjarhafta – stórsniðugt!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!