KVENNABLAÐIÐ

Hættulega heitur – Fyrstu myndirnar af Alexander Skarsgård í hlutverki Tarsan

Alexander Skarsgård í hlutverki Tarsan hljómar eiginlega of vel til að geta verið satt. Hér eru þó engar ýkjur á ferð, en endurgerð myndarinnar og sjálfstætt framhald ævintýris Edgar Rice Burroughs sem skóp frumskógarmanninn og kom á spjöld sögunnar með blek og blaðsíður einar að vopni er á leið í kvikmyndahús.

Allra fyrstu svipmyndirnar litu dagsins ljós í gær, en kynþokkinn og karlmennskan hreinlega drýpur af villimannslegum Skarsgård, sem í viðtali við USA Today segir söguþráðinn skemmtilega snúinn í framhaldsmyndinni:

edit-23572-1449674096-2

Frumgerðin og framhaldið eru fullkomnar andstæður; fyrri myndin snerist um að temja villimanninn meðan framhaldið sýnir hvernig Tarsan brýst aftur út úr skelinni. Þessi saga fjallar um karlmann sem heldur aftur af sér og kemur smám saman út úr skelinni; stígur fetið fram á við og smám saman kviknar dýrslegt eðli hans til lífsins. Sú hlið persónuleika hans kemur hægt og sígandi í ljós.

edit-25195-1449674124-15

Hér er kyntröllið að svipta hulunni af leikfléttunni, en þegar myndin hefst hefur Tarsan yfirgefið heimkynni sín í Afríku og frumskógarlífið birtist áhorfandanum í minnisleiftrum. Hann er viðstöðulaust minntur á uppruna sinn og svo fer að fulltrúi þingsins boðar hann aftur til Afríku. Hikandi snýr Tarsan aftur til Kongó þar sem gamlir vinir og sjálf Jane hafna í alvarlegri hættu og Tarsan er þrýst aftur inn í frumskógarlífið, þar sem hann berst á reipum, trjágreinum og í myrkviðum skógarins.

Viðtalið við Alexander (sem er sjóðheitur) við USA Today má lesa í fullri lengd HÉR

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!