KVENNABLAÐIÐ

Stóra ástin – Sjóðheitt súkkulaði frá Mexíkó sem fær hjartað til að slá örar!

Ef þú hefur ekki drukkið heitt súkkulaði ættað frá Mexíkó þá er hér nýja stóra ástin í lífi þínu! þessi drykkur fær blóðrásina af stað og hjörtun til að slá örar…unaðslega gott!

1/4 bolli kakóduft
1/4 bolli sykur
2 1/2 bolli mjólk
80 g Bitter súkkulaði saxað
1/2 vanillustöng (kljúfið hana og notið annan helming hennar)
1/2 tsk kanel
1/4 tsk múskat
2 kanelstangir
1/4 tsk Chili duft

Aðferð:
Blandið sykri og kakódufti saman í skál. Hitið mjólkina í skaftpotti á mjög vægum hita og setjið súkkulaðið, vanillustöngina, kryddin (nema chili og kanelstangirnar) og kakó/sykurblönduna saman við. Hrærið stöðugt í þar til sykurinn og súkkulaðið hafa að fullu bráðnað og drykkurinn er vel heitur en gætið þess að suðan komi ekki upp.

Hellið í tvo bolla og setjið eina kanelstöng í hvorn bolla og kryddið með chilíinu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!