KVENNABLAÐIÐ

Billboard minnist stórsöngvarans Scott Weiland á hjartnæman máta

Ótímabært andlát rokksöngvarans góðkunna, Scott Weiland, sem andaðist í svefni skömmu áður en sveit hans átti að stíga á svið og það um borð í tónleikarútu í Minnesota, hefur farið stórum á netinu í dag. Aðdáendur söngvarans hæfileikaríka, sem var einungis 48 ára að aldri þegar hann lést í gærkvöldi, eru harmi slegnir og hafa samskiptamiðlar logað frá fyrstu fregnir bar upp.

Scott Weiland söng meðal annars með stórsveitunum Stone Temple Pilots og Velvet Revolver og skaut upp á stjörnuhimininn fyrir óvægna og leitandi, ráma söngrödd sína og ógleymanlega sviðsframkomu við flutning á helstu smellum hljómsveitanna.

Á vef Billboard má sjá fróðlega samantekt þar sem poppspegúlantar telja upp tíu eftirminnilegustu myndböndin við þekktustu lög í flutningi Weiland, en hér fyrir neðan tökum við á þeim verkum sem verma þrjú efstu sætin.

Til að sjá og hlýða á lista Billboard smellið HÉR en hér má sjá þrjú efstu lögin:

3) Scott Weiland, – Barbarella

2) Stone Temple Pilots, – Vasoline

 

1) Stone Temple Pilots – Interstate Love Story

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!