KVENNABLAÐIÐ

Hvaða mynd hræðistu mest? Svarið gæti komið þér á óvart!

Hér sérðu myndir af sex manneskjum. Þú átt umsvifalaust að ákveða hvaða mynd vekur þér mesta hræðslu eða þér stendur mest stuggur af. Svarið mun ákvarða þínar dýpstu tilfinningar eða hvatir sem þú reynir að bæla og hvernig þú höndlar þær á fullorðinsárum.

Að öllu gamni slepptu er í raun og veru til próf sem kennt er við ungverska heimspekinginn Leopold Szondi sem var uppi á 20 öld. Prófið var fyrst kynnt almenningi árið 1935. Leopold var undir sterkum áhrifum frá Sigmund Freud sem taldi að bældar hvatir mannverunnar birtust í ýmsum myndum, s.s. frjálsum hugrenningum sem kenndar eru við hann ásamt ýmsum hegðunar – og persónuleikaeinkennum.

Takmark prófsins var að kanna hvort bældar hugrenningar manneskjunnar myndu varpa ljósi á hvað þær hefðu í raun samúð með eða andúð á. Til þess að ákvarða þessar kenndir voru þeim sýndar myndir af manneskjum sem höfðu verið dæmdar sem geðsjúklingar síns tíma, sem allar höfðu sín séreinkenni. (Athugum að þarna er árið 1935). Ef viðfangið sýndi viðbrögð var áætlað að um einhver tengsl væri þarna á milli sem ákvarðaði eitthvað í persónuleika þess viðfangs.

Hugtök:

Bæling: Við höfum öll okkar varnarviðbrögð og þau eru eðlilegur hluti af mannlegri tilveru. Í undirmeðvitundinni færum við óþægilegar hugsanir og athafnir þangað (bælum þær) því okkur líður illa með að þær komist út í dagsljósið, svo að segja.

Afneitun: Ferli sem af stað fer í heilanum þegar við þverneitum að gangast hvötum okkar á vald (þ.e. því sem við raunverulega viljum). Við þróum með okkur akkúrat andsnúna hegðun gagnvart þessum hvötum.

Göfgun: Þegar við fáum fullnægt þessum bældu valkostum sem stóðu okkur ekki lengur til boða, hegðun sem ekki er viðurkennd af samfélaginu eða samfélaginu til gagns s.s. listræn hegðun, áhugamál, atvinnuval eða sérviska.

ATHUGIÐ að mislesa ekki í niðurstöður þessara prófa en niðurstöðurnar voru barn síns tíma. Upphaflega prófið innihélt sex sett af átta manneskjum sem skilgreindar voru á sínum tíma sem samkynheigðar, sadistar, með geðsjúkdóma af ýmsu tagi, s.s. persónuleikaraskanir, geðhvörf og geðklofa. Þunglyndir, manískir o.s.frv.

Hér er einungis um að ræða hluta prófsins með einungis einni mynd af manneskjunni sem á að tákna helstu persónuleikaeinkenni á þeirri duldu hvöt sem kann að gera vart við sig við það eitt að horfa á myndirnar.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!