KVENNABLAÐIÐ

Merki þess að þú sért í alvöru og alvarlegu sambandi

Þegar þú hittir einhvern/einhverja sem þér finnst áhugaverður fer það ekki milli mála: Þið gerið ýmsa hluti saman, farið út um helgar og sennilega…..gerið fleira en það. En hvað með alvöru sambönd? Getur þú gert þér grein fyrir hvort sambandið er í gamni eða alvöru?

Ef þú hefur hitt einhvern sem þér líst á og þið hafið verið að hittast í þrjá mánuði eða lengur…fyrir sumum er það bara tilhugalíf en fyrir öðrum er það alvara. Þetta kann að vefjast fyrir mörgum.

luv

Sumir myndu segja að spjallið um „hvar erum við“ sé óþarflega vandræðalegt og kannski óþarft. Sex þúsund manns voru spurðir spurninga um sambönd á Relate.org.uk. Þar voru þátttakendur m.a. spurðir þeirrar spurningar hvernig þeir teldu að „alvöru“ samband væri skilgreint.

Niðurstaðan var á þá leið að þátttakendur töldu að töluðu þeir um vandamál væri björninn unninn. Helmingur para þótti að slíkt tal væri undantekningalaust forboði alvarlegs sambands. Skoraði sá þáttur hærra en sá að vera „alvara“ (44%) með sambandinu eða „að gifta sig“ (39%).

Í stuttu máli þýðir það að þó þið giftið ykkur og deilið ekki vandamálum eða segið hvort öðru ekki frá þeim, er ýmislegt enn í pokahorninu. Já, kannski hljómar þetta fáránlega en sjáið til – í hamingjusömum hjónaböndum og samböndum er þetta á þessa leið: Þið deilið bæði góðu hlutunum og þeim slæmu og hjálpið hvert öðru í gegnum þá…

Þannig að: Í næsta skipti sem þú pirrar þig á því þegar þinn heittelskaði/heittelskaða talar um erfiðleika í vinnuni – hugsaðu þá: „Þetta er í raun að færa okkur nær hvert öðru.“

Heimild: Womenshealthmag

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!