KVENNABLAÐIÐ

Sjúklega HOLLT, GOTT og bragðmikið KONFEKT!

Hvernig væri að búa til heilsusamlegt konfekt um jólin? Þetta er afar einfalt og slær í gegn meira að segja hjá íhaldssömustu jólasveinum!

þetta þarftu:

5 dl þurrkaðar steinlausar döðlur
3 dl möndlur
1 dl valhnetukjarnar
1 dl haframjöl
nýkreistur appelsínusafi og rifinn börkur úr 1/4 appelsínu
1 vanillustöng
½ tsk kanel
smá svartur pipar
¼ tsk múskat
2-3 mtsk kókosolía eða möndluolía

Ef vill: gojiber, kókosmjöl, kakó, lakkríssýróp allt eftir smekk.

Svona býrðu konfektið til:

  1. Setjið döðlur, möndlur, valhnetur, haframjöl, appelsínusaft og börk, innan úr vanillustönginni,kanel, pipar, múskat og olíuna í matvinnsluvélina.
  2. Látið vélina ganga í nokkrar mínútur þar til allt hefur samlagast vel.
  3. Rúllið deiginu í litlar kúlur og veltið þeim upp úr kókosmjöli, eða kakói, rifnum gojiberum, hnetumylsnu. Fyrir þá sem elska lakkrís má blanda smávegis af lakkríssýrópi í deigið.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!