KVENNABLAÐIÐ

Kókoskúlur með KAFFIBRAGÐI!

Kaffikókoskúlur eru einstaklega góðar og kaffibragðið gerir þær dálítið fullorðins…sjúklega gott með kaffinu!

85 g gróft haframjöl
40 g kókosmjól
50 g sykur
2 msk sterkt, kalt kaffi
2 msk kakó
100 g mjúkt smjör

Skraut:

40 g kókosmjöl til að velta kúlunum upp úr

1. Hrærið öllu saman og búið til ca. 24 kúlur

2. Skreytið kúlurnar með því að velta þeim upp úr kókosmjölinu

Ábending: Auðvelt er að búa til gott deig með því að bæta við kaffi til að það sé ekki of þurrt og bæta má við haframjöli/kókosmjóli ef deigið er of blautt.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!