KVENNABLAÐIÐ

Geta hundar komið í veg fyrir kvíða hjá börnum?

Ný rannsókn sýnir að börn sem umgangast og eiga hunda eru minna kvíðin en önnur börn. Erlendis er það kallað „pet effect“ eða þau áhrif sem gæludýr hafa á manninn.

Hundar eiga það til að vera þungamiðjan í fjölskyldunni og hver hefur sitt hlutverk: grínarinn, leikfélaginn og…óhjákvæmilega prakkarinn. Hvað segjum við þó um að þeir hafi öllu alvarlegra hlutverk, svo sem að koma í veg fyrir kvíða hjá börnum?

Þetta er spurning sem var lagt upp með í rannsókn sem fór fram hjá vísindamönnum hjá from New York’s Bassett Medical Center og kallaðist hún Pet Dogs and Children’s Health: Opportunities for Chronic Disease Prevention, eða: Heilsa barna og hundar sem gæludýr: Tækifæri til að koma í veg fyrir króníska sjúkdóma. Niðurstöðurnar voru kynntar í vikunni.  Rannsökuð voru 643 börn eldri en 18 mánaða og var meðalaldur þessara barna 6,7 ár. Athugaður og skrásettur var kvíði hjá börnum sem voru með hund á heimilinu og þeim sem ekki áttu hund.

IMG_9510
Þetta er Krummi og hefur fært börnunum á heimilinu ómælda ánægju og gleði! (Mynd: Hlín E.)

Áður en rannsóknin fór fram undirgengust börnin sem rannsaka átti ýmiskonar próf þar sem mæld var þátttaka barnanna í íþróttum eða hreyfingu, tímanum sem börnin notuðu tölvur eða horfðu á sjónvarp, andleg heilsa þeirra almennt og spurningar sem þau svöruðu varðandi gæludýr og gæludýraeign.

Nú koma þessar merkilegu rannsóknarniðurstöður: Af þeim 58% barna sem áttu hund voru aðeins 12% sem greindust með kvíða. Hinn hópurinn, sem átti ekki hund sem gæludýr, mældist kvíði meðal 21% hópsins.

Þrátt fyrir þessa rannsókn er engin leið til að tengja þessa tvo póla algerlega saman. Rannsakendur eru þó bjartsýnir að fleiri rannsóknir kunni að verða framkvæmdar í kjölfar þessarar. Anne M. Gadomski, vísindamaður hjá Bassett Medical Center, með 30 ára reynslu í barnalækningum segir að oft sjái hún börn sem eru að þróa sinn talþroska. Oft var fyrsta orðið sem þau sögðu nafn hundsins! Já, á undan „mamma“ eða „pabbi.“ Sá skilningur sem virðist ríkja milli barna og hunda gaf henni von.

„Auðvitað leita foreldrar alla leiða til að fyrirbyggja vandamál hjá börnunum sínum. Má þar nefna t.d. offitu barna eða geðsjúkdóma,“ segir hún í samtali við blaðamann Daily Beast.

Vissulega sýna rannsóknir tengsl milli kvíða hjá börnum en ekki er vitað um eiginlegar orsakir. „Þetta gefur okkur þó von um áframhaldandi rannsóknir tengdar þessu í framtíðinni,“ segir Gadomski.

Rannsakendur giska á að börn sem búa með hundum séu með lækkaða kortisólframleiðslu (steituhormón), líklega í gegnum oxitósínframleiðslu (hríðarhormón eða mjaltavaki) sem minnkar streitu. „Þessi tenging við hormónaframleiðsluna mætti tengja við undirliggjandi hegðunareinkenni og tilfinningar barnsins. Hundaeign getur haft jákvæð áhrif á það,“ segir hún að lokum.

Eins og áður sagði er erfitt að segja til um tengsl þarna á milli. Þrátt fyrir það hefur The Human Animal Bond Research Initiative framkvæmt ýmsar rannsóknir sem segja að gæludýraeign getur haft jákvæð áhrif á andlegu hliðina, félagslegu hliðina og heilsuna yfir höfuð.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!