KVENNABLAÐIÐ

Litlir hlutir sem gera má til að auka vellíðan í lífinu

Haltu dagbók, spilaðu á greiðu, farðu á námskeið í slökun, horfðu á himininn, horfðu á skýin, slepptu lyftunni og notaðu stigann, búðu til jurtate, skrifaði vinum þínum bréf, skrifaðu maka þínum fallega kveðju, hlustaðu á uppáhalds tónlistina þína, taktu dansspor í stofunni, hlustaðu á rigninguna, leyfðu þér að gráta, leyfðu þér að hlæja, láttu aðra vita af væntumþykju þinni, horfðu á sólarlagið, hlustaðu á börn hlæja, farðu út að hlaupa eða ganga, taktu til, farðu á gamanmynd, skrifaðu lista yfir alla jákvæða hæfileika þína/ykkar, hugsaðu um eitthvað jákvætt í fari allra sem þú hittir, horfðu á sólaruppkomuna, flokkaðu og farðu með rusl í endurvinnslu, gerðu grín að sjálfum þér/ykkur, farðu út að borða, faðmaðu barnið þitt/unglinginn þinn, borðaðu rómantíska máltíð við kertaljós með maka þínum, gerðu eitthvað til að auka friðinn í heiminum, eldaðu grænmetismáltíð, andaðu djúpt tíu sinnum í röð, farðu í ævintýraferð í huganum, farðu í messu, nuddaðu bakið á maka þínum, láttu maka þinn nudda á þér bakið, syngdu uppáhaldssönginn þinn, farðu í heitt bað, farðu í heitan pott, íhugaðu, farðu í jóga, skrifaðu ljóð, gerðu einhverjum gott (án þess að þér sé þakkað fyrir), lestu eitthvað sem er fullt af gleði von og ást, fáðu þér lúr, gerðu teygjuæfingar, hringdu í einhvern sem þú hefur ekki talað við lengi, farðu á námskeið í leirmunagerð, fyrirgefðu sjálfum þér, fyrirgefðu öðrum, eyddu helginni á fallegum og rólegum stað, kíktu í leikhús á gamanleikrit, bakaðu köku, leiktu þér að nýjum hugmyndum, leiktu þér að flugdreka, sofðu hjá, lestu teiknimyndaseríur, klifraðu upp í tré eða upp á hæð eða upp á fjall, faðmaðu maka þinn, farðu í hjólreiðatúr, farðu á skauta, láttu þig dreyma dagdrauma, gefðu blóð, taktu til í skápnum, kauptu blóm, láttu eins og kjáni, farðu í róðratúr, heimsæktu húsdýragarðinn, gefðu öndunum, farðu í stutta kraftgöngu um hverfið þitt, gefðu þér verðlaun fyrir vel unnin störf, heimsæktu veikan vin.

Láttu hugann leika um listann. Skrifaðu niður á blað fleiri hugmyndir að einhverju sem þú getur gert til þess að LIFA LÍFINU LIFANDI!

Veldu síðan þrjá hluti sem þú ætlar að gera í dag . Endurtaktu valið á hverjum degi, alla daga.

OG NJÓTTU SVO DAGSINS.

 doktor_is_logo (1)

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!