KVENNABLAÐIÐ

Ástarstjörnuspá vikuna 30.október – 05. nóvember

Þetta verður rómantísk vika á flestum bæjum. Það er einhver spenna í loftinu en samskipti og tjáning eru lykilatriði þessa dagana. Þú verður að segja hvað það er sem þú vilt og hvernig þér líður. Það les enginn hugsanir þínar.

hruturHrúturinn

Pláneturnar eru með þér í liði þessa viku og lofa þér hamingju og ástríðu. Rómantíkin er í loftinu og kynlífið verður með besta móti. Þú þarft að segja honum hvernig þér líður og hvað þú vilt því þú munt fá einmitt það. Enginn stenst þig þessa vikuna.

naut

Nautið

Þú munt losna undan takmörkunum og byrðum þessa vikuna. Þú hefur þurft að vera með allt á þínum herðum síðastliðnar vikur en nú breytist það og þú upplifir frelsi. Hann mun veita þér mikinn stuðning og þú upplifir þig örugga og hamingjusama.

tvíburiTvíburinn

Ástin liggur í loftinu fyrir Tvíburann þessa vikuna. Þú ert vel stemmd og gefur frá þér jákvæða strauma sem dregur fólk að þér og jafnvel þann eina rétta. Sennilega er það einhver sem þú þekktir áður og hefur verið í sambandi við. Mundu að vera með opinn huga.

krabbi

Krabbinn

Þú ert mjög tilfinningarík þessa dagana og örlítið viðkvæm. En drífðu þig bara út, keyptu þér eitthvað fallegt að vera í og skelltu þér út á lífið. Þú færð mikla athygli frá hinu kyninu og ef þú opnar á það þá muntu eiga ástríka og rómantíska viku.

LjónLjónið

Rómantíkin er ekki alveg að láta sjá sig í kringum þig þessa vikuna. Pláneturnar vilja að þú staldrir aðeins við og lítir um öxl til að sjá hvort það er einhver sem á skilið annað tækifæri hjá þér. Þú hefur verið á of mikilli ferð og góður kostur mun fara framhjá þér ef þú staldrar ekki aðeins við.

meyja

Meyjan 

Þú gætir upplifað ást við fyrstu sýn þessa vikuna. Góðu fréttirnar eru þær að þetta gæti mögulega verið sá eini rétti en sýndu þolinmæði, því þetta verður undir lok vikunnar. Ef þú ert þegar í sambandi þá verður þetta góð vika hjá þér og rómantíkin blómstrar.

voginVogin  

Þetta verður æðisleg vika hjá þér. Fullt af tækifærum til að eiga gæðastundir með þeim sem þú elskar. Þú ert umkringd vinum og fjölskyldu. Væri ekki vitlaust að henda í eitt gott partý í þessari viku. Það er stuð allt í kringum þig.

sporðdreki

Sporðdrekinn

Nú er kominn tími til að þú njótir þín aðeins. Það er mikið búið að vera í gangi hjá þér undanfarið og þú munt uppskera fljótlega. Pláneturnar vilja setja smá fjör í líf þitt eftir leiðindakafla og við leggjum til að þú bjóðir elskunni þinni út. Ef þú ert einhleyp þá er þetta rétta vikan til að kíkja á lífið.

bogmaður

Bogmaðurinn

Einhver sem þú hefur verið að hitta mun hafa mikil áhrif á þig þessa vikuna. Ef þér er ekki nú þegar mikil alvara með hann þá ættir þú að hugleiða að taka næsta skref í sambandinu. Ef þú ert í langtímasambandi þá mun verða heitt í kolunum þessa viku og fjör í svefnherberginu. Tilvalið að skella sér á hótel með þínum heittelskaða eina nótt.

steingeitSteingeitin

Þú ert eins og segull á karlmenn þessa viku. Þú færð ótal hrós og ansi margir sem senda þér vinabeiðni á Facebook. Njóttu þess eftir frekar daufar vikur. Ef þú ert í sambandi þá er þetta góð vika. Þið eyðið gæðastundum saman og hlæið mikið. Reyndu að koma á óvart í svefnherberginu og bryddaðu upp á nýjungum.

vatnsberi

Vatnsberinn

Ástin er allt um kringum þig þessa vikuna en þú verður að opna á það. Rífðu þig nú út úr þessum áhyggjum og leiðindum og reyndu að hafa smá gaman. Hlúðu að sambandinu og eyddu tíma með þeim sem þú elskar. Þú munt uppskera eins og þú sáir. Það gætu verið skemmtilegar stundir framundan í kynlífinu.

fiskar

Fiskarnir

Mjög skemmtileg orka er í kringum þig núna, kæri Fiskur. Þú munt lenda í ógleymanlegu ástarævintýri þessa vikuna hvort sem þú ert í sambandi eða einhleyp. Og þá meina ég ekki framhjáhald heldur með elskunni þinni. Það verður stjörnubjart allt í kringum þig og hamingjan ræður ríkjum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!