KVENNABLAÐIÐ

S U P E R G I R L: Nýjir þættir um OFURSTÚLKUNA slá fáheyrt ÁHORFSMET

Glæný þáttaröð sem ber einfaldlega heitið SUPERGIRL og var frumsýnd vestanhafs nú í vikunni, hefur algerlega stolið senunni á bandaríska sjónvarpsþáttamarkaðinum – en fyrsti þátturinn, sem beðið var með eftirvæntingu, hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda.

Um er að ræða ofurhetju-frásögn af, einmitt, frænku Clark Kent – ungri stúlku sem býr yfir álíka styrk og sjálft Ofurmennið. Fyrsti þátturinn var frumsýndur sl. mánudagskvöld og sátu tæplega 13 milljónir sjónvarpsáhorfenda sem límdir við skjáinn meðan á útsendingu stóð, sdem svo slær áhorfsmet þetta árið. ​

Augljóst er að almenning þyrstir í ofurstúlkur og aflmiklar kvenhetjur á skjánnum og að tími frækinna smástúlkna sem þekktar eru fyrir annað og meira en þrýstna afturenda og kirsuberjarauðar varir; nefnilega frækilega mannbjörg við ómannúðlegar aðstæður og jafnvel baráttu upp á líf og dauða svo framtíð Jarðar verði borgið.

Lesa má meira um afrek Ofurstúlkunnar á Rotten Tomatoes, en það er sjónvarpsrisinn CBS sem stendur að baki framleiðslu þáttana. Við hér á Íslandi getum hins vegar lítið annað gert en að krossa fingur í þeirri von að íslenskar sjónvarpsstöðvar festi kaup á sýningaréttinum að Ofurstúlkunni – en hér má sjá feiknargóða kynningarstiklu sem kemur áhorfendum á bragðið:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!