KVENNABLAÐIÐ

Fingrafaraskannar, spjaldtölvur og myndsímtöl: Back To The Future spáði RÉTT fyrir um FRAMTÍÐINA!

Í dag – þann 21 október 2015 ferðast þeir Marty Mc Fly og Doc loks til framtíðar á DeLorean bifreiðinni, sem er háþróuð tímavél og þeytir þeim félögum áratugi fram í tímann í kvikmyndinni Back To The Future.

Ótrúlegt má virðast hversu skemmtilega sannspáir handritshöfundar reyndust, en meðal þess sem mátti bera augum í kvikmyndinni voru svífandi hjólabretti – ekki ólík Hoover brettunum sem eru nýkomin á markað.

Hér má sjá þá félaga ferðast með tímavélinni til dagsins í dag:

Þá eru Google gleraugun í raun skemmtilega nösk afsteypa sjóngleraugnanna sem brá fyrir í framtíðarsýn höfundanna, en þó flestum finnist tilhugsunin hlægileg – voru myndbandssímtöl á borð við SKYPE talin óhugsandi árið 1989, þegar kvikmyndin kom út. Engu að síður var mikið gert úr slíkum möguleika og þóttu menn djarfir að bera einu sinni möguleikann upp.

screenshot-www.telegraph.co.uk 2015-10-21 10-27-07

Doc réttir McFly örþunna spjaldtölvu til upplýsingaöflunar í framtíðarsýn Back To the Future og viti menn; fjölmörgum árum síðar hafa spjaldtölvur, iPad og Samsung tekið nær yfir markaðinn.

screenshot-www.telegraph.co.uk 2015-10-21 10-28-39

Fingrafaraskannar heyrðu framtíðinni til árið 1989 en eru alþekktir víða í dag, t.a.m. þarf að skanna inn eigið fingrafar til að komast inn í öryggishvelfingar bankastofanna í dag, snjallsímar eru þannig útbúnir fingrafaraskanna svo enginn annar en eigandinn geti aflæst símanum og svona mætti lengi áfram telja.

screenshot-www.telegraph.co.uk 2015-10-21 10-30-34

Fleiri uppfinningar sem þóttu lofa góðu en þykja fjarstæðukenndar í dag, en litu fyrst dagsins ljós í framtíðarsýn McFly og Doc í stórmyndinni Back To the Future má skoða HÉR en við klykkjum út með heilræðum Doc, sem vissi sem víst var, að heimurinn stæði á öndinni í dag og var við öllu búinn:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!