KVENNABLAÐIÐ

Mögnuð sýnikennsla í sjálfsvarnartækni kvenna frá árinu 1947

Ömmur okkar voru ekki einungis blíðlyndar konur sem kunnu með varalit að fara, brutu saman mjallahvít lök og báru fram kalkún á sunnudögum. Reyndar, þrátt fyrir að ýmsir vilji láta annað í veðri vaka, voru formæður okkar þróttmiklar konur sem kunnu sitthvað fyrir sér og æfðu meðal annars sjálfsvarnaríþróttir.

Í þessu myndbandi frá því herrans ári 1947 sýnir ung, þrifaleg og látlaus stúlka hvernig snúa niður á árásarmann á augabragði og það meðan hún klæðist háum hælum. Næst þegar þú lætur hugann reika til fortíðar og veltir upp stöðu kvenna á tímum seinni heimstyrjaldarinnar – er ekki úr vegi að rifja upp hetjudáð dömunnar sem sjá má hér …

… og ekki má gleyma tónlistinni, sem hæfir tíðarandanum, meðan sú stutta tuskar manninn til!

Women self defence in 1947

Posted by Viral Thread on Saturday, May 2, 2015

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!