KVENNABLAÐIÐ

„Gerðu það bara!“ – Valerie (28) er yogaiðkandi í yfirþyngd og rísandi Instagram-stjarna

Yogaiðkun er ekki bara fyrir tágrannt íþróttafólk sem teygir sig, fettir og fer í ótrúlegustu stellingar; hniprar sig saman í nær ómanneskjulegan kuðung og orkar eins og tígurlegar trönur á gólfinu. Þvert á móti er yoga fyrir alla, líka fólk í yfirþyngd og þess er hin 28 ára gamla Valerie Sagun lifandi vitnisburður.

Valerie iðkar það sem hún kallar Big Gal Yoga – eða Yoga fyrir stórar stelpur og er með langt yfir 100.000 fylgjendur á Instagram. Á ljósmyndum Valerie má sjá hana standa á höfði, gera styrktaræfingar með höndum, fara í splitt, svigna í bakbrú og fjölmargar aðrar yogapósur. Allflestar myndirnar eru teknar í bakgarði Valerie, framan við sítrustréð sem þar vex en hún tekur allflestar myndirnar sjálf með tímastillingu.

12093816_1682132518698773_1129955411_n

Valerie, sem er búsett í San Jose dalnum í Kaliforníufylki hefur iðkað yoga allt frá árinu 2011 og hóf yogaiðkun á því að taka námskeið í háskólanum. Þrátt fyrir að yogaiðkun sé allt annað en auðveld, vissi Valerie allt frá fyrsta degi að hér væri hún á heimavelli.

12132834_621012021371289_1715041796_n

Í viðtali við TODAY sagði Valerie að yoga væri styrkjandi fyrir sálina:

Æfingarnar ýta undir sjálfstraustið og geta leitt manni fyrir sjónir að líkaminn er fær um að gera allt það sem hugann lystir og það án þess að maður þurfi að ofkeyra sig.

12139708_894834907230837_1657608238_n

Lykilinn segir Valerie fólginn í að einblína á eigin árangur og útiloka aðra:

Ég velti því ekkert fyrir mér hvað aðrir voru að gera, allt frá fyrsta yogatímanum. Ég kom mér bara fyrir fremst og hugsaði ekki um neitt annað en mínar eigin æfingar.

12120266_490895077736709_1924234754_n

Valerie segist ánægð með eigin líkamsvöxt og að hún vilji ekki fyrir nokkurn mun breyta neinu. Hún segist ekki á höttunum eftir að léttast heldur langi hana þvert á móti að eyða meiri tíma utandyra – í fjallgöngur og hjólreiðatúra.

11906105_696104503857491_1982037721_n

Þá segist Valerie vera róttæklingur á sviði sjálfsástar og að hún vilji með æfingakerfinu sjálfu og heimspeki sinni hvetja til jákvæðrar líkamsvitundar, en hér fara fjögur atriði sem Valerie leggur hvað mesta áherslu á:

11821826_1658887611019506_120779889_n

#1 – Ekki fresta lífinu þar til þú hefur öðlast fullkominn líkamsvöxt:

Valerie segist hafa notað yoga til að læra að elska eigin líkama en æfingakerfið hjálpaði henni að yfirstíga þær sálrænu efasemdir sem hún hafði um eigin líkamsgetu.

Ég þurfti að yfirstíga þær ranghugmyndir að ég gæti ekki leyft mér að gera ákveðna hluti fyrr en ég væri orðin grennri. Mig langaði alltaf að prófa klettaklifur en ég gaf alltaf undan litlu efasemdaröddinni sem sagði mér að ég gæti ekki klifrað fyrr en ég væri orðin grennri. Eftir að hafa iðkað yoga í ákveðinn tíma lét ég hins vegar slag standa og prófaði klettaklifur og ég réði fyllilega við það.

10731761_412713198915939_1482331760_n

#2 – Horfðu vandlega á líkama þinn og lærðu að meta eigin vöxt:

Bara það eitt að horfa á sjálfa þig nakta í spegli getur ekki bara verið hjálplegt, heldur getur kennt þér að sættast á sjálfa þig. Sjálf tekur Valerie ljósmyndir af eigin líkama og er alveg ófeimin við að deila ljósmyndum sem sýna vaxtarlag hennar.

Í stað þess að hylja vaxtarlagið undir hólkvíðum fatnaði og velta þér upp úr hverri fellingu og bugðu á líkamanum, skaltu þess í stað læra inn á líkama þinn og horfast í augu við eigið vaxtarlag. Sjálfsást er lykill að vellíðan og lífshamingju sem leiðir af sér sjálfstraust og að endingu árangur.

11849160_723187447787519_171287596_n

#3 – Ekki láta neikvæðar athugasemdir ná tökum á þér!

Valerie hefur ekki farið varhluta af neikvæðum athugasemdum á netinu og sér í lagi hefur hún orðið fyrir barðinu á nettröllum allt frá því að hún hóf yogaiðkun undir þeim formerkjum að birta myndir af sjálfri sér í æfingaklæðum við iðkun. Valerie segist lesa athugasemdirnar en að hún taki þær sárasjaldan nærri sér. Þvert á móti nýtir hún athugasemdirnar sem eldsneyti við æfingaiðkun og skrifar uppbyggilegar bloggfærslur út frá ljótum orðum.

Það borgar sig ekki að sykurhúða sannleikann öllum stundum. Fólk getur verið andstyggilegt og sagt ljóta hluti – en það eru einstaklingar sem vita ekkert um mig. Þeir sem ekki þekkja mig eru oft ljótastir í orðavali.

11899539_534197290065078_286129746_n

#4 – Láttu verða af því að prófa nýja hluti:

Alltof margir sólunda dýrmætum tíma í bið eftir því sem gæti orðið, hika við áhættu og prófa ekki nýja hluti vega þess að þeir hinir sömu efast um eigin getu og ágæti.

Gerðu bara það sem þú telur að hjálpi þér að höndla hamingjuna. Ef hugmyndin er freistandi, skaltu bara láta vaða. Þú veist ekkert hvernig gengur fyrr en þú hefur látið á það reyna. Yoga er kannski ekki fyrir alla, en þú hefur enga hugmynd um hvort æfingakerfið hentar, fyrr en þú lætur bara vaða!

Valerie er síður en svo af baki dottin og er staðráðin í að gerast yogakennari en námið hyggst hún sækja í Sedona, í Arizona á næsta ári – en þar sem námið er kostnaðarsamt hefur hún stofnsett fjáröflunarsíðu sem er ætlað að hjálpa henni að kljúfa rándýr skólagjöldin.

Þó lesendur SYKUR sjái sér jafnvel ekki fært að láta fé af hendi rakna svo draumur Valerie megi rætast, kostar ekkert að fylgja stúlkunni eftir á Instagram og hver veit nema hennar dugnaður og elja verði öðrum hvatning til góðra verka!

@BigGalYoga

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!