KVENNABLAÐIÐ

DÁSAMLEGT: Dagur Dýranna er í dag! #WorldAnimalDay

Alþjóðlegur dagur dýranna er í dag, þann 4 október. Deginum er ætlað að vekja athygli á stöðu ólíkra dýrategunda og um leið styrkja dýraverndarsinna til uppbyggilegra aðgerða til að hlúa að og styrkja réttindi dýra um allan heim.

Þrír dagar ársins eru helgaðir dýrum víða um veröld, þannig er dagur dýra sem alast upp á rannsóknarstofum víðsvegar um veröldina þann 24. apríl hvert ár og dagur villtra dýrategunda er haldinn hátíðlegur þann 3. mars á hverju ári. Dagur dýranna er hins vegar í dag, þann 4 október og er sá dagur sem helgaður er öllum dýrategundum, óháð landfræðilegrar búsetu og tegundar dýranna.

screenshot-twitter.com 2015-10-04 13-39-18

Deginum er ætlað að hvetja alla dýraunnendur til að sýna umhyggju og virðingu fyrir öllum lifandi dýrum í verki með því að gera eitthvað sem varpar ljósi á mikilvægi viðkomandi tegundar á jarðarkringlunni. Alþjóðlega dýradeginum er einnig ætlað að sameina dýraverndarsinna víða um veröld og hvetja þannig til aukinnar vakningar og aðgerða sem stuðla að velferð dýra.  

screenshot-twitter.com 2015-10-04 13-37-28

 Þá eykst þáttaka stöðugt með hverju árinu og þannig er dagurinn haldinn hátíðlegur í fjölmörgum þjóðríkjum; árið 2003 voru þannig haldnir 44 viðburðir í 13 þjóðríkjum sem ætlað var að heiðra dýravernd en í dag, einum 12 árum seinna – er reiknað með að u.þ.b. 1000 skipulagðir viðburðir í nafni dýraverndar verði haldnir hátíðlegir í 100 löndum.

screenshot-twitter.com 2015-10-04 13-32-30

Hægt er að fylgjast með viðburðum á alþjóðavísu gegnum TWITTER með því að nota kennimerkið #WorldAnimalDay, en við hvetjum lesendur til að setja inn sínar eigin myndir undir kennimerkinu #DagurDýranna og #WorldAnimalDay og merkja SYKUR á Twitter um leið með handfanginu @sykur_is – við fylgjumst spennt með!

screenshot-twitter.com 2015-10-04 13-41-34

#WorldAnimalDay

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!