KVENNABLAÐIÐ

L É T T V Í N S L E I K U R! Ískalt og ferskt Pfaff Special HVÍTVÍN fyrir fjóra heppna lesendur!

Ískalt og svalandi hvítvínsglas í lok langrar vinnuviku er einmitt sú gjöf sem fjórir heppnir lesendur hreppa nú á föstudagsmorgun, en við á SYKRI erum komin í gjafagírinn eina ferðina enn! Ekki þarf að taka fram að einungis þeir lesendur eru 20 ára og eldri geta tekið þátt, en með því að skrifa orðin JÁ TAKK! í athugasemdakerfi SYKUR er nafn ykkar komið í pottinn!

Að þessu sinni hreppa fjórir stálheppnir lesendur vel kælda flösku af Pfaff Special hvítvíni sem á uppruna að rekja til Alsace í Frakklandi, en vínið fæst einnig í verslunum ÁTVR. Vefur ÁTVR segir vínið ljóssítrónugult, með létta fyllingu, ferskt og þurrt, með keim af sítrus, greip og steinefnum.

screenshot-www.vinbudin.is 2015-09-29 18-44-30Hér fer umsögn Þorra Hrings um vínið:

Eitt sinn hét þetta ágæta vínsamlag Pfaffenheim eins og þið munið, en þá má nú vegna furðulegra lagaákvæða, ekki bera sama heiti og þorpið. En hvað um það, þetta vín er ágætt dæmi um hvítvín frá Alsace, sem blandað er úr fleiri en einni eðalþrúgu og gæti því sjálfsagt kallast Edelswicker. Það hefur gylltan lit og rétt tæplega meðalopna angan af peru, sítrónu, hvítum blómum, perubrjóstsykri, ananas, gulri melónu og lyche.

Þetta er ljúf og feitlagin angan sem sver sig í ætt við Alsace og það er einnig augljós seigja innan á glasbarminum. Í munni er það mjúkt, létt og má ekki vera sýruminna til að lifna reglulega vel við. Það er rétt tæplega meðalbragðmikið með búttaðan keim af peru, melónu, lyche, ananas og mandarínu. Ögn meiri sýra hefði því skilað fjórum stjörnum því ávöxturinn sjálfur er býsna góður. Hafið með alls konar léttum mat, fiski, bökum og ljósu pasta.

Settu orðin: JÁ TAKK! í athugasemdareit!

Við drögum á föstudag fyrir hádegi! 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!