KVENNABLAÐIÐ

Fljótandi vatn á Mars – NASA greinir frá – er líf á rauðu plánetunni?

Fljótandi vatn rennur niður gljúfur, gíga og gil yfir heitasta tíma ársins á Mars, sem einnig gengur undir nafninu Rauða Plánetan. Þessu greindi vísindateymi NASA frá rétt í þessu en rannsakendur segja þessa merku uppgötvun renna stoðum undir þá tilgátu að líf í einhverri mynd, sé að finna á plánetunni.

Vatnsstraumurinn skilur eftir sig langa, dökka bletti á yfirborði Mars – vatnsæðar sem teygja sig hundruði metra niður brattar hlíðar Mars yfir heitari tíma ársins – eða sumarið sjálft eins og það birtist á Mars en þornar á haustin, þegar yfirborðshitinn lækkar að nýju.

2431 (1)
Gervihnattarmynd sem sýnir rákir á yfirborði MARS; hér rennur vatn – Ljósmynd: NASA

Myndir sem teknar voru frá sporbaugi Mars sýna klettagljúfur og snarbrattar hlíðar og gíga, sem eru litaðar dökkum vatnsæðum yfir sumartímann og þó vísindamenn séu enn ekki búnir að greina hvaðan vatnið kemur, eru kenningar á lofti um að vatnið eigi uppruna sinn neðanjarðar þar sem ís sé að finna eða jafnvel frá gufukenndu loftslagi plánetunar.

Michael Meyer, sem fer fyrir því sérhæfða rannsóknarteymi NASA sem hefur það verkefni að grandskoða Mars, sagði þannig í viðtali við Guardian að uppgötvunin renndi stoðum undir þá tilgátu að líf gæti verið að finna á plánetunni:

En þetta styrkir okkur einnig í þeirri trú að lífvænlegar aðstæður til búsetu verði í það minnsta mögulegar einn góðan veðurdag.

Þá varpar þessi merka uppgötvun í heimi vísinda einnig ljósi á hvar hagkvæmustu lendingarstaðina geti verið að finna á rauðu plánetunni og að þannig verði hægt að reikna út hvar mannaða leiðangra ætti helst að bera upp í framtíðinni; eða í nágrenni við fljótandi vatn á yfirborði Mars.

Frétt Guardian má lesa í heild sinni HÉR

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!