KVENNABLAÐIÐ

K Y N L Í F: Fjórar sjóðheitar leiðir til að krydda Trúboðann

Aldrei skyldi gera lítið úr Trúboðanum, sem er einfaldur í framkvæmd og oft talin óspennandi stelling. En Trúboðann ætti enginn að vanmeta og hægt er að krydda eina þekktustu stellinguna í svefnherberginu með litlum tilfæringum, svo úr rjúki og bæði njóti í botn. Hér á eftir fara nokkrar leiðir til að kynda undir ástríðuhitanum og gera trúboðann enn skemmtilegri:

it-is-better-if-you-have-sex-missionary-style-when-youre-looking-to-conceive

#1 – Fyrir hann: Settu púða undir bossann á henni!

Einmitt. Ég sagði: Settu púða undir bossann á henni. Þrýstu púða undir bossa konunnar, hagræddu mjöðmunum og smeygðu svo limnum inn í leggöngin … hljómar freistandi, ekki satt? Púðinn lyftir bossanum og grindarbotninum upp á við og gerir konuna móttækilegri fyrir elskhuganum. Að vísu getur konan ekki hreyft mjaðmirnar jafn kröftuglega þegar púðanum hefur verið hagrætt og karlmaðurinn þarf að erfiða meira, en því ekki að prófa og það með hægari, dýpri og meira ertandi takti. Ef þú hefur aldrei prófað púða-trixið, áttu skemmtilegan leik í vændum!

#2 – Fyrir hana: Halló, sokkabönd og uppháir nælonsokkar …

Fátt er skemmtilegra en að finna til eigin kynþokka í rúminu. Er stefnumót á döfinni í kvöld? Láttu gömlu sokkabuxurnar um lönd og leið og smeygðu þér fremur í fallega nælonsokka með blúndukanti. Farðu í sokkabönd! Leyfðu þér að ganga alla leið undir fatnaðinum. Þegar í rúmið er komið … skaltu svo afklæðast öllu nema uppháum nælonsokkunum. Teygðu úr fótleggjunum, vefðu þeim utan um þjóhnappa ástmannsins, þrýstu honum að þér og njóttu.  

#3 – Fyrir bæði: Sleipiefni er unaðslegt leikfang <3

Ekki vera feimin við sleipiefnið. Sleipiefni er dásamlegt leikfang og getur verið unaður með að fara. Í guðs bænum ekki vera feimin við að notast við vatnsleysanlegt sleipiefni og látið olíuleysanlegt sleipiefni með öllu vera. Nuddið hvort annað upp úr sleipiefninu, leikið ykkur meðan á forleik stendur og lítið svo á að sleipiefnið sé leikfang, en ekki vandræðalegt hjálpartæki. Notist alltaf við vatnsleysanlegt sleipiefni og sérstaklega ef smokkur er hafður við hendina, því olíuleysanlegt sleipiefni getur eyðilagt smokkinn með öllu. Ef nuddolía er notuð líka, varist þá að nota ekki olíuna sem sleipiefni.

#4 – Fyrir bæði: Kyndið ofnana í botn og stillið upp spegli …

Ímyndið ykkur bara; ylvolg rúmfötin, notarlega lýsinguna og svo ykkur tvö nakin saman. Kynda orðin ein ekki undir fantasíuheiminn? Hvað þá ef kynt er duglega á ofninum rétt áður en hitna fer í kolunum fyrir alvöru og stærsti spegill heimilisins er dreginn fram í dagsljósið og hagrætt við rúmið? Það getur verið æsandi að horfa á; sérstaklega ef hvorugt er að flýta sér um of. Karlmaðurinn ætti að fara upp á olnbogana og mynda þannig örlítið sjónrými svo bæði geti fylgst með hreyfingum hvors annars í speglinum sem hagrætt hefur verið við rúmið …vel heppnað kynlif einkennist af lostafullum leikjum og langdrengum gælum. Þar getur spegill komið við sögu, nándin sem ríkir í trúboðanum – að ekki sé talað um ef konan klæðist fallegum sokkaböndum og sleipiefnið er notað að vild.

… trúboðinn getur verið skemmtilega kryddaður þegar öllu er á botninn hvolft!