KVENNABLAÐIÐ

18 ára gömul gullfalleg fyrirsæta með Downs Syndrome stelur senunni á tískuviku

Madeline Stuart, sem er gullfalleg átján ára gömul fyrirsæta með Down Syndrome gekk pallana með reisn á tískuviku í New York fyrir FTL MODA sl. sunnudag. Þar rættist draumur Madeline, sem henni langtum reyndari fyrirsætur geta margar einungis látið sig dreyma um úr fjarlægð.

gallery-1442325633-gettyimages-488161704

Madeline fetar þannig í fótspor Jamie Brewer, sem þekktust úr þáttaröðinni American Horror Story og varð fyrsta tískufyrirsætan með Downs Syndrome til að ganga tískupallana þegar haust- og vetrarlína var kynnt á síðasta misseri.

gallery-1442325737-gettyimages-488161776

Madeline, sem er áströlsk, vakti ómælda athygli hátískuheimsins þegar fyrirsætumyndir af henni af Facebook hófust á flug á netinu og hefur hún varla haft undan að sinna verkefnum allar götur síðan.

11849024_1639524309634288_1212426417_n

Madeline klæddist svífandi hvítum kvöldkjól fyrir FTL MODA og blómum skrýddum toppi ásamt metalleitum buxum, sem Hendrik Vermueulen hannaði.

11821723_1645223229067160_589863189_n

Ekki er langt síðan móðir Madeline sagði í viðtali við Cosmopolitan að henni væri umhugað að vinna bug á misskiptingu:

„Ekki dæma bókina eftir kápunni. Ég vildi óska að fólk myndi bara læra að viðurkenna, að elska og að sýna hlýju. Um það snýst heila málið fyrir okkur. Það er gaman og spennandi að vera fyrirsæta, en starfið er bara okkar leið til að koma skilaboðunum áleiðis.“

gallery-1442327168-gettyimages-488140994

„Ég hugsa að þess vegna hafi henni vegnað svona vel, því þetta snýst ekki um okkur. Þvert á móti snýst þetta um þá baráttu sem við höfum lagt okkur á hendur í nafni allra þeirra sem eru örlítið öðruvísi og þurfa svo sárlega á ást og umhyggju að halda.“

madelinesmodelling@instagram

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!