KVENNABLAÐIÐ

Barnar stóðfolinn Patrick Dempsey sjálfa Bridget Jones í þriðju myndinni?

Þá að því sem ófáir hafa beðið með óþreyju; ÞRIÐJA myndin um Bridget Jones er loks komin á framleiðslustig og það sem meira er, Patrick Dempsey mun fara með eitt af stærri hlutverkum í myndinni.

Þessu greinir bandaríski kvikmyndamiðillinn DEADLINE frá en þriðja myndin mun bera heitið Bridget Jones’s Baby og fjallar (eins og nafnið gefur til kynna) um ævintýri og brölt Bridget – sem nú er komin á fertugsaldur og verður ólétt, öllum að óvörum.

Mun hinn fjallmyndarlegi Dempsey barna sjálfa Bridget Jones? 

Colin Firth mun einnig fara með hlutverk í myndinni, sennilega sem eilífðarþráhyggja vesalings Bridget, sem væntanlega mun bumbast um og klöngrast yfir lífshindranir með lítið barn í maganum.

Eitt er víst og ekkert annað; Bridget verður loks ólétt. 

screenshot-assets.nydailynews.com 2015-09-10 20-47-42

Ofangreint munu þó vera getgátur einar, þar sem ekki hefur verið skýrt frá söguþræðinum enn. Þó er titillinn lýsandi fyrir væntanleg ævintýri Bridget og þá staðreynd að hún verður skyndilega þunguð þegar á fertugsaldurinn er komið. Framleiðendur þaga þunnu hljóði um hlutverk Dempsey og vilja ekki gefa uppi hvort hann er jafnvel faðir barnsins – eða hvort hann mun veita Colin Firth harða samkeppni um ástir Bridget.

Eitt er þó alveg á hreinu, Bridget snýr aftur – Hugh Grant í hlutverki flagarans mun ekki leika í myndinni og er líklegt að handritið muni byggja á pistlum Helen Fielding, en ekki síðustu skáldsögu hennar; Mad About The Boy, en þar eignast aðalsöguhetjan tvö börn eftir dauða Colin Firth.

Þá er bara að spenna greipar og biðja til góðra vætta að meðganga Bridget gangi snuðrulaust fyrir sig og að klunnalega sjarmerandi karakter Colin Firth lifi af myndina.

Við hin getum hins vegar farið að hlakka til – Bridget snýr aftur!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!