KVENNABLAÐIÐ

FAIL: Það er EKKI auðvelt að vera MÖRGÆS! Krúttskalinn SPRENGDUR!

Mörgæsir eru svo dásamlega klunnalegar. Þess utan eru þær óttaleg krútt, þær eru trygglyndar og svo vanafastar að þær verpa oft eigin eggjum á sama varpstaðnum og þær sjálfar klöktust úr eggi.

Myndbandið hér er ekki nýtt af nálinni, en um er að ræða tveggja ára gamla upptöku sem gerð var fyrir BBC sjónvarpsstöðina árið 2013 og er hluti af þættinum Spy in the Huddle, sem David Tennant ritstýrði.

Fimmtíu földum njósnamyndavélum var þannig komið fyrir á ýmsum stöðum þar sem mörgæsir höfðu gert sér heimili á suðurhveli jarðar, en í heila 12 mánuði voru þessir litlu og klunnalegu loðboltar myndaðir í bak og fyrir í þeim dásamlega tilgangi að varpa ljósi á hegðan þeirra og líferni.

Það er ekki auðvelt að vera mörgæs, eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan en þær eru sannlega dásamlegar ásýndar, þessir sérstöku fuglar, sem fella t.a.m. allar fjaðrirnar í einu og brussast berrassaðar á landi í margar vikur meðan hamskiptin eiga sér stað.

Ljósgeisli inn í daginn – fegurstu mörgæsa-FAIL sem hægt er að bera augum!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!