KVENNABLAÐIÐ

Anne Hathaway (32) um æskudýrkun: „Ég er orðin of gömul fyrir Hollywood“

Æskudýrkun kvikmyndaheimsins í Hollwyood er stór þrándur í götu þeirra efnilegu leikkvenna sem komnar eru af „léttasta skeiði”, en ófáar hæfileikaríkar stórleikkonur hafa drepið á vandanum.

En þó flestir telji að konur taki að færast af „léttasta skeiði” um fertugt er raunin önnur þegar harður heimur Hollywood er annars vegar. Þannig greinir Anne Hathaway, sem er einungis 32 ára gömul, frá því í viðtali við Glamour UK að hún sé þegar farin að missa hlutverk til yngri leikkvenna – ástæðan sé einfaldlega sú að hún – sem komin er yfir þrítugt – sé orðin of gömul:

„Í sjálfu sér get ég ekki kvartað yfir því, þar sem ég hagnaðist á þessu fyrirkomulagi sjálf þegar ég var yngri.“

Glamour-Oct15-Cover_glamour_2sep15_pr_b_960x1440

Þannig segir Anne að meðan hún var enn á tvítugsaldrinum hafi hún oft sótt áheyrnarprufur þar sem verið var að velja í hlutverk kvenna sem áttu að vera á fimmtugsaldri:

„Þessi hlutverk voru skrifuð fyrir konur um fimmtugt en ég var nýskriðin yfir tvítugt … og ég fékk þessi hlutverk! Það var ég sem hreppti þessar rullur og ég var rétt komin yfir tvítugt!“

Anne-Glamour-2-online_glamour_2sep15_pr_b_960x1440

Nú  er öldin hins vegar önnur, Anne er orðin ríflega þrítug og segir hún að tækifærunum fari fækkandi með hverju ári:

„Í dag velti ég því oft fyrir mér hvers vegna einmitt þessi leikkona, sem er jafnvel bara 24 ára gömul, hreppti hlutverkið sem var skrifað fyrir mun eldri konu. En ég var einu sinni þessi 24 ára gamla stúlka, sem fékk tækifæri upp í hendurnar sem hún gernýtti. Ég get ekki leyft mér að fara í uppnám, svona er þetta bara.“

Anne-Glamour-1-online_glamour_2sep15_pr_b_960x1440

Að lokum bendir Anne réttilega á að allt sem hún hefur lagt á sig í leiklistinni fram til þessa dags, hafi byggt traustan grunn fyrir framtíðina sem er óráðin með öllu:

„Allt sem ég get leyft mér í dag er að þakka fyrir þá vinnu sem ég hef þegar lagt að baki og vonandi hef ég líka leikið það áhugaverð hlutverk að einhverjum þykir eftirsóknarvert að horfa á kvikmyndirnar. Sem svo vonandi gerir að verkum að ég fæ fleiri tækifæri á leiklistarbrautinni í framtíðinni, þrátt fyrir að ég sé komin yfir þrítugt.“

Það er ekki öll vitleysan eins í henni gömlu Hollywood, en þó Anne virðist taka lífinu með ró er annað að segja um þær Amy Schumer, Tinu Fey og Patriciu Arquette, sem komu saman í tryllingslega fyndnum skets fyrr á þessu ári til að heiðra alsíðasta  „ríðulega” deginum í lífi stórleikkonunnar Juliu Louis-Dreyfus:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!