KVENNABLAÐIÐ

H J Á L P! – Himneskar DÖKKAR súkkulaði-KARAMELLU-saltkringlu BROWNIES

Þær eru svo góðar þessar, að það nær engri átt. Dramatísk uppskriftin fæðir af sér draumkenndar súkkulaði-karamellu-saltkringlu súkkulaði-brownies sem eru eins og biti af himnaríki; forboðna landinu þar sem allt er leyfilegt og engum leiðist.

Til að fullkomna yfirbragðið er gott að strá grófu sjávarsalti yfir seigfljótandi karamelluglassúrinn og svo eru það saltkringlurnar, sem gæða súkkulaðidýrðina rómantísku yfirbragði. Í alvöru; héðan verður ekki aftur snúið!

caramel-pretzel-brownies04

U P P S K R I F T:

½ bolli strásykur

½ bolli púðursykur

6 msk smjör

2 egg

1 msk hreint vanilluþykkni

¾ bolli dökkt kakóduft

½ bolli hveiti

⅛ tsk salt

¼ tsk lyftiduft

1 bolli dökkar súkkulaðiflögur

1 skammtur af karamellu (sjá uppskrift að neðan)

Handfylli af saltkringlum

caramel-pretzel-brownies10

L E I Ð B E I N I N G A R:

#1

Forhitið ofninn í 180 gráður og smyrjið vænt kökuform að innan (ágætt er líka að leggja bökunarpappír innan í formið, svo hægt verði að lyfta kökunni upp varlega án þess að eyðileggja formið.)

#2

Bræðið sykurinn og smjörið saman í örbylgjuofninum þar til smjörið er bránðað. Leyfið blöndunni að kólna örlítið og bætið þá við eggjunum og vanilluþykkninu.

#3

Blandið nú saman kakóduftinu, hveitinu, saltinu og lyftiduftinu – hrærið saman við smjörblönduna og þeytið þar til blandan er orðin þétt og mjúk. Látið nú súkkulaðiflögurnar út í deigið.

#4

Hellið deiginu í bökunarformið og bakið í ca. 30 mínútur.

caramel-pretzel-brownies05

K A R A M E L L U H J Ú P U R:

¾ bolli strásykur

3 msk hlynsýróp

3 msk smjör

3 msk matreiðslurjómi

¼ tsk grófmalað salt

¼ tsk vanilluþykkni

caramel-pretzel-brownies03

#1

Hrærið sykur og hlynsýróp saman í litlum potti á hellu við meðalhita, – hrærið varlega í blöndunni þar til sykurinn fer að bráðna og tekur á sig hunangsgylltan lit. Nú þarftu að fylgjast vel með sykrinum í pottinum þar sem liturinn breytist úr hunangsgylltum og yfir í djúpan karamelluleitan lit.

#2

Um leið og karamellan fer að brúnast, skaltu bæta smjörinu út í pottinn og hræra þar til loftbólur fara að myndast á yfirborðinu. Bættu nú saltinu og vanilluþykkninu í pottinn og hrærðu smávægilega í blöndunni áður en þú tekur pottinn af hellunni og leyfir honum að kólna.

#3

Þegar karamellan hefur kólnað nægilega lengi til að vera farin að þykkna, þó enn sé hægt að hræra í blöndunni, skaltu hella þeim yfir guðdómlegar brownies kökurnar. Ef karamelllan er orðin of þykk til að hræra í eða hella úr pottinum, skaltu velgja blönduna örlítið á hellu við miðlungshita þar til karamellan er orðin mjúk aftur.

#4

Skreytið með fallegum saltkringlum og stráið grófu sjávarsalti yfir glassúrinn.

caramel-pretzel-brownies09

Uppskrift & Ljósmyndir // Yammies Noshery

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!