KVENNABLAÐIÐ

Aðeins of fyndið – daprasti bókaormur heims!

Æ, litli elsklingurinn. Þetta barn þekkir þá döpru tilfinningu sem hellist yfir alvöru bókaorma upp á hár … andartakið sem lýsir endinum. Og hann er alveg óhræddur við að láta tilfinningar sínar í ljós við eigin foreldra, sem örmagna á svip lesa sömu bókina aftur og aftur og aftur.

Engu skiptir hvaða bók verður fyrir valinu. Þegar bókinni er lokað og síðustu blaðsíðunni er lokið, þá byrja sölt tárin að renna. Þetta barn gjörþekkir með öðrum orðum fíngerðan tilfinningaskalann sem allir alvöru bókaormar dansa eftir; sorgina sem fylgir því að loka góðri bók.

Litla krúttið!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!