KVENNABLAÐIÐ

Um hættuna á að fá hjartaáfall í miðjum kynlífsleik

Fólk leggur nú mismikið á sig í kynlífsleikjum sínum og þeir standa líka mislengi yfir. Margir hins vegar og fleiri en segja það upphátt, óttast það þó að átökin geti leitt af sér hjartaáfall.

Þetta er ekki óalgengur ótti hjá þeim sem þegar hafa fengið hjartaáfall og enn algengari hjá mökum hjartasjúklinga sem treysta því ekki alveg að makinn sinn muni kunna sér hóf í gleðinni. En hversu mikið er til í því að kynlíf geti orðið kveikjan að hjartaáfalli? Það að detta niður dauður í miðjum leik en ein af þeim mýtum sem þeir félagarnir og hjartalæknarnir í Cleveland Clinic tóku fyrir í bók sinni „Heart 411“ en í henni ráðast þeir meðal annars gegn algengum mýtum um hjartað. Hér í þessum pistli kíkjum við á hvað þeir höfðu að segja um hættuna á því að fá hjartaáfall við það að stunda kynlíf.

„Það er ákaflega sjaldgæft, en það getur gerst að fólk fái hjartaáfall þegar það stundar kynlíf ” segir Dr. Nissen. „Það eru gögn sem benda til þess – og þetta huggar kannski einhverja makana – að kynlíf með maka þínum hækki ekki blóðþrýsting né auki hjartslátt það mikið að það falli undir ástand sem auki hættu á hjartaáfalli verulega“.

„Kynlíf hins vegar með einstaklingi sem þú ert ekki vanur að stunda kynlíf með, sérstaklega ef um framhjáhald er að ræða, virðist vera tengt aukinni hættu á hjartaáföllum. Og ég held að ástæðan sem flestir hafa gefið sér fyrir þessu sé að þá sé spennan meiri. Þá getur einnig fylgt ótti við það að upp um framhjáhaldið komist og fólk getur verið nagað af samviskubiti. Þetta allt gerir að hjartsláttur eykst og blóðþrýstingur hækkar og getur þá virkað sem kveikja að hjartaáfalli ”.

Þessi grein er bútur og er birt í samstarfi við heilsu- og lífsstílsvefinn HEILSUTORG – smelltu HÉR til að lesa meira um tengsl hjartasjúkdóma og áhættuþætti tengdum kynlífsiðkun: 

heilsutorg

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!