KVENNABLAÐIÐ

L Ý T A A Ð G E R Ð I R: Margar konur velja að láta laga á sér augnlokin

Það geta verið margar ástæður á bak við þessa lagfærinu og er þetta ekki alltaf gert eingöngu til að fegra andlitið.

Mig langaði að kynna mér þessa aðgerð og fann ég þessar upplýsingar á síðu sem Ágúst Birgisson lýtalæknir er með.

Af hverju þarf að láta lagfæra augnlok?

Eitt af fyrstu merkjum öldrunar eru þung augnlok. Augnlokin verða fyrr fyrir öldrunaráhrifum en aðrir líkamshlutar. Fyrsta merkið er að augnlokin bólgna upp á morgnana, svo verða þau bólgin meirihluta dagsins og að lokum byrja að myndast hrukkur.

Á efri augnlokum má sjá aukahúð eða húðfellingar. Þetta stafar af minnkandi teygjanleika húðarinnar. Í einstaka tilfellum getur þessi aukahúð eða húðfellingar náð fram yfir augnlokin eins og gardína og byrgt fyrir sjón, sérstaklega til hliðanna. Stundum verður einnig eins konar fyrirferðaraukning bak við augnlokin, sem stafar af því að fitulag er farið að skríða fram undir húðina.

Aðgerðin sjálf.

Mismunandi er hvort gera þarf augnloka aðgerð bara á efri augnlokum eða þeim neðri. Stundum þarf að gera aðgerð bæði á efri og neðri. Aðgerð á efri augnlokum er hægt að gera í staðdeyfingu en oft er valin svæfing þegar neðri augnlok eru löguð. Þegar aðgerð er gerð á efri augnlokum er skorðið c.a 6-7 mm. frá efri augnhárum og samsíða hrukkulínum þannig að örið sjáist sem minnst. Til hliðar nær örið oft rétt yfir augnumgjörðina og er samsíða hrukkulínunum.

Við aðgerð á neðri augnlokum er skurðurinn lagður rétt fyrir neðan neðri augnhárin og til hliðar rétt utan við augnlokaumgjörðina. Ef aðeins er þörf á að fjarlægja fitu er hægt að gera þetta í gegnum slímhúð innra augnloks og verður örið þar með ósýnilegt.

Þessi grein er bútur og er birt í samstarfi við heilsu- og lífsstílsvefinn HEILSUTORG – smelltu HÉR til að lesa meira um lýtaaðgerðir á augnlokum, þar sem Ágúst Birgisson lýtalæknir fræðir lesendur um ferlið: 

heilsutorg

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!