KVENNABLAÐIÐ

Tveir valdamestu forsetar heims hittast í fyrsta skipti.

Barack Obama Bandaríkjaforseti hitti loksins barnaforsetann eða „Kid President“ eins og hann er kallaður í Hvíta Húsinu á dögunum. Obama bauð forsetann velkominn og svaraði mikilvægum spurningum ásamt því að kynna hinn unga forseta fyrir nokkrum munum á skrifstofu sinni.

Forsetarnir ræddu m.a. á fundi sínum hvernig fullorðnir og börn geta unnir markvisst saman að því að gera heiminn að betri stað fyrir alla.

Kid President er frumkvöðlaverkefni þeirra Brad Montague og Robby Novak. Verkefnið nýtur æ meiri vinsælda og hefur fengið mikla athygli um allan heim. Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér:  http://kidpresident.com

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!