KVENNABLAÐIÐ

Lögreglan þarf þína hjálp.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú logandi ljósi að þeim sem kunna að hafa komið fyrir vír á göngubrú á Nauthólsvegi yfir á Geirsnef. Tilkynning lögreglu á Facebook er svohljóðandi:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar atvik sem varð laugardaginn 27. september um kl.18:00 þegar hjólreiðamaður hjólaði á vír sem strengdur hafði verið yfir göngubrú frá Naustavogi yfir á Geirsnef.“

Lögreglan óskar eftir vitnum eða upplýsingum um hverjir kunna að hafa komið vírnum fyrir.

Ef einhver hefur upplýsingar um málið er viðkomandi beðinn um að hafa samband við lögreglu með því að senda tölvupóst á netfangið einar.asbjornsson@lrh.is, eða gegnum einkaskilaboð á Facebook síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!