KVENNABLAÐIÐ

Ertu eitthvað slappur í typpinu? Fáðu þér vítamín!

Tveir tómatar og kúrbítur innihalda ekki D-vítamín.
Tveir tómatar og kúrbítur.

Stinningarvandamál hjá karlmönnum geta verið af hinum ýmsu ástæðum, bæði vegna líkamlegra og andlegra kvilla. Í nýlegri ítalskri rannsókn kemur fram að skortur á D-vítamíni geti aukið líkur á slíkum vandamálum.

143 menn sem höfðu upplifað ristruflanir voru prófaðir og í ljós kom að um það bil helming þeirra skorti D-vítamín og að aðeins einn af hverjum fimm hafði rétt hlutföll næringarefna í líkamanum. Þá kom einnig í ljós að þeir sem upplifðu verstu tilfelli ristruflana höfðu um það bil 24% minna D-vítamín í líkamanum að meðaltali en þeir sem höfðu væg tilfelli.

Þetta þýðir að íslenskir karlmenn eru sérlega óheppnir, því ein besta leið til að fá sinn skammt af D-vítamíni er frá sólarljósi. Þess vegna er mikilvægt að reyna að fá vítamínið annars staðar frá, eins og til dæmis með því að borða feitan fisk, túnfisk, egg og taka lýsi.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!