KVENNABLAÐIÐ

Vinsæsta kvikmyndastikla ársins 2014

Það er staðfest að vinsælasta kvikmyndastikla á Youtube árið 2014 er fyrir myndina 50 Shades of Grey. Hvorki meira né minna en 93 milljónir eru búnir að horfa á stikluna það sem af er ársins!
Næstvinsælasta kvikmyndastiklan árið 2014 er fyrir The Star Wars: Episode VII með 81 milljón áhorfendur og Avengers: Age of Ultron er í þriðja sæti með 78 milljónir áhorfenda.

 

376915855_640

Það er því ljóst að mikil eftirvænting ríkir að sjá 50 Shades of Grey enda eru ófáir búnir að lesa bækurnar um hinn kynþokkafulla og létt geggjaða Mr. Grey og saklausu stúlkuna Anastasiu.

Hér má sjá stikluna en bíómyndin er væntanleg í kvikmyndahús í febrúar 2015. Beyoncé syngur titillag myndarinnar og nefnist það Hunted og er ótrúlega flott.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!