KVENNABLAÐIÐ

Jólasveinarnir koma í þessari röð

Nú eru jólasveinarnir farnir að koma til byggða og fyrir þá sem muna ekki röðina á sveinunum þá setjum við þá inn hér í réttri röð.

Það er ekki fyrr en með ljóðinu „Jólasveinarnir“ í bókinni Jólin koma sem skáldið Jóhannes úr Kötlum kom jólasveinahefð nútíma Íslendinga í fastar skorður. Samkvæmt þessari hefð eru jólasveinarnir þrettán og koma til manna í þessari röð:

  1. Stekkjarstaur kemur 12. desember.
  2. Giljagaur kemur 13. desember.
  3. Stúfur kemur 14. desember.
  4. Þvörusleikir kemur 15. desember.
  5. Pottaskefill kemur 16. desember.
  6. Askasleikir kemur 17. desember.
  7. Hurðaskellir kemur 18. desember.
  8. Skyrgámur kemur 19. desember.
  9. Bjúgnakrækir kemur 20. desember.
  10. Gluggagægir kemur 21. desember.
  11. Gáttaþefur kemur 22. desember.
  12. Ketkrókur kemur á Þorláksmessu23. desember.
  13. Kertasníkir kemur á aðfangadag24. desember.

Ekki gleyma að setja skóinn út í glugga í kvöld.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!