KVENNABLAÐIÐ

The Rewrite væntanleg í bíó

Frábær rómantísk gamanmynd með Hugh Grant og Marisu Tomei í aðalhlutverkum.

The Rewrite er eftir leikstjórann og handritshöfundinn Marc Lawrence sem gerði myndirnar Two Weeks Notice, Music and Lyrics og Did You Hear
About the Morgans, en þær voru allar með Hugh Grant í aðalhlutverki. Það er því óhætt að segja að hér séu vanir menn á ferð og þeir sem kjósa léttar og skemmtilegar rómantískar kómedíur ættu ekki að láta The Rewrite fram hjá sér fara en hún verður frumsýnd 24. október.

Rithöfundurinn Keith Michaels má sannarlega muna sinn fífil fegurri eftir að hafa toppað fyrir löngu með kvikmyndahandriti sem hann
hlaut m.a. Golden Globeverðlaunin fyrir. Síðan þá hefur hann vart skrifað orð af viti vegna svæsinnar ritstíflu, er fráskilinn, óhamingjusamur og það sem honum finnst verst, staurblankur.
Vegna blankheitanna neyðist hann til að taka að sér eina starfið sem í boði er, kennslu í handritsgerð á námskeiði í háskóla, þótt honum sé það þvert um geð, ekki bara vegna áhugaleysis heldur líka vegna þess að hann hefur enga trú á að hægt sé að kenna fólki skapandi skrif. Það má því segja að hann þiggi
starfið með hálfum hug, og bara fyrir peninginn.
En viðhorf hans eiga eftir breytast þegar einn af nemendunum á námskeiðinu, hin lífsglaða Holly Carpenter, heillar hann upp úr skónum.

Aðalhlutverk: Hugh Grant, Marisa Tomei, Allison Janney, J.K. Simmons og Chris Elliott

Leikstjórn: Marc Lawrence

Til fróðleiks má geta að leikstjórinn Marc Lawrence reis til frægðar og frama þegar hann framleiddi og skrifaði hina vinsælu sjónvarpsþætti Family Ties á
níunda áratug síðustu aldar, en fyrir þá var hann tilnefndur til Emmyverðlauna árið 1987. Hann skrifaði síðan handrit vinsælla mynda eins og Life with Mikey, Forces of Nature, The Out-of-Towners og Miss Congeniality-myndanna áður en hann hóf einnig að leikstýra, en eins og kemur fram hér að ofan hafa þær fjórar myndir sem hann hefur gert sem leikstjóri allar verið með Hugh Grant í aðalhlutverki.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!