KVENNABLAÐIÐ

The Judge komin í bíó

The Judge

The Judge er áhrifaríkt og vandað fjölskyldu- og réttardrama þar sem hinir frábæru leikarar Robert Downey Jr. og Robert Duvall fara á kostum í hlutverki feðga sem hafa ekki hist í mörg ár og eiga sín á milli óuppgerð mál úr fortíðinni, en segja má að þau hafi nagað þá báða um árabil.
Í aukahlutverkum er frábær leikhópur og fara þar fremst í flokki þau Vera Farmiga, Billy Bob Thornton, Vincent D’Onofrio, Leighton Meester, Sarah
Lancaster og Jeremy Strong.

Taktu stöðu með sannleikanum

Hank Palmer er eftirsóttur lögfræðingur sem er þekktur fyrir að taka að sér mál hvítflibbaglæpamanna og vinna þau fyrir dómi. Hann er frá litlum bæ í Indiana þar sem faðir hans er dómari en hefur hvorki komið þangað í fjölda ára né haft mikil samskipti við fjölskyldu sína og æskuvini síðan hann yfirgaf svæðið.
Þegar móðir Hanks deyr heldur hann til heimabæjar síns til að vera viðstaddur útförina og ætlar sér í fyrstu ekki að stoppa miklu lengur en nauðsyn krefur. Í ljós kemur að það er ekki bara stirt á milli hans og föður hans, hins aldna dómara Josephs Palmer, heldur á Hank einnig óuppgerð mál við bræður sína tvo og fyrrverandi unnustu, Samönthu.
En dvöl Hanks í bænum eftir útförina á eftir að verða lengri og viðburðaríkari en hann gerði ráð fyrir þegar faðir hans er ákærður fyrir að hafa ekið á mann og banað honum, og síðan stungið af frá vettvangi.

Aðalhlutverk:  Robert Downey Jr., Robert Duvall, Vera Farmiga, Billy Bob Thornton, Vincent D’Onofrio, Leighton Meester, Sarah Lancaster og
Jeremy Strong

Leikstjórn: David Dobkin

Þess má geta að þetta er í þriðja skipti sem þeir Robert Downey Jr. og Robert Duvall leika saman í mynd en það gerðu þeir einnig árið 1998 í The Gingerbread Man og árið 2007 í myndinni Lucky You. Þetta er þó í fyrsta skipti sem þeir leika aðalhlutverkin hvor á móti öðrum.

The Judge, og þá ekki síst stórleikur þeirra Roberts Downey Jr. og Roberts Duvall í aðalhlutverkunum, hefur hlotið mikið lof notenda á Imdb þar sem myndin er með 7,8 í einkunn þegar þetta er skrifað.

Fór að sjá The Judge og hún kom skemmtilega á óvart. Bjóst ekki við neitt sérstaklega miklu en myndin var hreint út sagt frábær!
Samleikur Robert Downey Jr. og Robert Duvall var snilld. Sagan skemmtileg og frábær atriði sem lýsa á einstakan hátt hve fjölskyldutengsl geta reynt á.
Mæli 100% með þessari mynd.
Sykur

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!