KVENNABLAÐIÐ

Aron Ragúels: „Ég hélt með því að deyfa mig með áfengi og vímugjöfum væri lausn“

Aron Ragúels Víðisson skrifar þann 23. júlí 2019: „Ég er með fíknisjúkdóm. Hef ég átt mjög erfitt undanfarið og þurft mikla hjálp frá SÁÁ síðastliðna mánuði. Ég er þakklátur fyrir þeirra aðstoð. Án þeirra væri ég ekki á lífi í dag. Ég kom út af Vogi í dag, kann ekki að ræða um tilfinningar en ég á auðveldara með að setja þær niður á blað.

Auglýsing

Ég átti dag inn á Vogi þar sem ég gjörsamlega brotnaði niður og hugsaði um alla sem ég hef sært og þá sem ég hef misst. Ég hélt að með því að deyfa mig með áfengi og vímugjöfum mundi hjálpa og það væri það eina rétta í stöðunni en það gerir það ekki. Eina sem það gerir er að fresta sársaukanum tímabundið og er engin lausn.

Auglýsing


Ég samdi þetta ljóð á Vogi þann 14.07.2019 og heitir það „G
uðs draumalönd:”

Lengi hef gengið um dimman dalinn.
Einmanna ,hræddur sár og kvalinn.
Ást og kærleiks svo mikið ég sakna
en ég græt mig í svefn og vil ekki vakna.

Ég hef bankað svo lengi á dauðans dyr,
til að óska þess eins að fá sálarfrið,
svo mikill sársauki og alltof mörg sár.
Endalaus flótti í alltof mörg ár.

Allar brýr að baki mér brotnar,
samt fíkillinn stjórnar og ekkert mig stoppar.
Berst um í briminu og næ ekki að anda.
Margreynt að rísa en þá kemur ný alda.
Ég hef gengið of lengi um djöflanna skóg
og spyr þig nú Guð; hvenær er nóg?

Því í neyslu svo sár og kvalinn ég lifi
og þrái það eitt að hvíla í friði.
Svo mikill söknuður og svo mikil sorg
til fallinna vina í Guðs englaborg.

En í sálarsárin set ég nú sauma
og stefnuna set á hamingjudrauma.
Við syndir mínar nú loks hef ég sæst,
því fortíðin er farin og framtíðin er næst.
Við fallna vini vil ég þeim segja;
Ég óttast það ei þann dag ég mun deyja.
Því við kristaltært hafið og snjóhvíta strönd
hittumst við aftur við guðs draumalönd.

Höf: Aron Ragúels Víðisson

Megið deila ef þið viljið

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!