KVENNABLAÐIÐ

Fyrrum aðstoðarkona Mariah Carey segir hana hafa leyft ofbeldi gagnvart henni

Nokkrum klukkutímum eftir að söngdívan Mariah Carey kærði fyrrum aðstoðarkonu sína, Lianna Azarian, kærði hún hana á móti.

Lianna segir að ekki hafi Mariah beitt hana líkamlegu ofbeldi, heldur hafi einnig ákveðið að gera ekkert í því þegar umboðsmaður Mariah, Stella Bulochnikova, meig á hana og kallaði hana rasískum ókvæðum.

Auglýsing

Lianna segir að Stella hafi lamið hana með því að slá hana í brjóst og rass, oftsinnis, haldið henni niðri og pissað á hana fyrir framan aðra. Segir hún að hún hafi einnig beitt hana rasísku ofbeldi með því að kalla hana „fokking armeníska hóru“ og „fokking ni****.“

Stella og Mariah
Stella og Mariah

Í ákærunni segir að brotaþoli (Lianna) hafi þolað andlegt og líkamlegt ofbeldi af brotaþola (Stellu). „Árásirnar voru alvarlegar, allsráðandi og gerðar í óþökk brotaþola og notaði Stella stöðu sína þar sem hún var yfirmaður hennar. Orsakaði þetta afskaplega eitrað andrúmsloft á vinnustaðnum.“

Auglýsing
Lianna hefur ákært Mariah, Stellu og aðra í starfsliði Mariah fyrir kynferðislega áreitni, mismunun vegna kynþáttar, kynferðislega árás og skipulagt einelti sem orsakaði mikið tilfinningauppnám hjá brotaþola ásamt brot á munnlegum samningum o.fl.

Lianna og Mariah
Lianna og Mariah

Lianna segir að hún hafi búið á heimili Mariah og á meðan hún bjó í höllinni þurfti hún að þola líkamlegt ofbeldi sem ollu henni „miklum sársauka.“

Fór hún á sjúkrahús og leitaði sér sálfræðilegar hjálpar vegna andlegs og tilfinningalegs ofbeldi sem Marian og Stella beittu hana.

Fyrir utan atvikið þar sem hún segir Stellu hafa haldið henni niðri og migið á hana, segir hún að oftsinnis hafi Stella hrint henni í gólfið og sett hluti undir brjóst hennar, s.s. iPhone, sjónvarpsfjarstýringu og eldhúsáhöld. Einnig gerði hún grín að holdafari hennar og sagði til dæmis: „Sjáið þennan feita armeníska rass…færðu þennan feita armeníska rass!“

Mariah segir í ákærunni að Lianna hafi dregið að sér 8 milljónir dollara og notað kreditkortin hennar til að kaupa merkjavöru, töskur og fleira. Söngkonan segir að Lianna hafi einnig hótað að gera opinber myndbönd af henni, en hún hafði skrifað undir samning að hún myndi ekki gera slíkt.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!