KVENNABLAÐIÐ

Fantasíukennd kvöldkjólatíska – Armenskur listamaður ævintýragerir kvenleika á Instagram!

Armenski tískuhönnuðurinn Edgar Artis fetar ekki troðna stígu við skissugerð; heldur teiknar upp og klippir út kjólasnið sem hann svo skeytir saman við hversdagslega hluti sem fæstum dytti í hug að kvengera. Ostsneiðar, laukhýði og jafnvel regndropar á rúðu. Ekkert er Edgar, sem heldur úti ævintýralegri Instagram síðu – óviðkomandi.  Allt umhvefi hans er efniviður og innblástur sækir þessi ungi listamaður víða. 

Edgar mun ekki sá eini sem fengið hefur þá hugmynd að styðjast við daglegt umhverfi við hönnun kvöldkjóla; þvert á móti heldur tískuhönnuðurinn Shamekh Bluwi einnig úti Instagram síðu þar sem sjá má verk hans, en tæknin er keimlík.

Hins vegar er það dýptin í verkum Edgar og svo hugarflugið, fínlegur útskurðurinn og hárnákvæm tæknin sem vekur athygli – utan þess að fantasíunum virðast lítil takmörk sett. Allt er efniviður; frá snarkandi arinneldi til fallinna laufblaða, fræja granateplis og jafnvel mölvaður hnetuskurn.

Edgar, sem einnig heldur úti Facebook síðu – birti þá skemmtilegt myndband fyrir stuttu þar sem hann segist vilja sýna í verki að hann sé sjálfur að verki; að skreytingar hans og úrklippur séu ekki afrit af verkum annarra og að engin myndvinnsla komi við sögu – heldur einungis handverk hans sjálfs.

Gullfallegar teikningar með hárnákvæmum útskurði eftir ungan listamann sem vert er að fylgja eftir á Instagram, en með því að smella á tengilinn hér að neðan má komast á Instagram síðu Edgar Artis.

edgar.artis@instagram

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!