KVENNABLAÐIÐ

Einföld blómahengi: Í alvöru þú ert 10 mínútur að búa þau til!

Þessi litlu hengi fyrir blóm er auðvelt að búa til og þú þarft ekkert að kunna að hnýta flókna hnúta því þú notar tréperlur í stað hnúta. Snærið og perlurnar færðu í næstu föndurbúð og lyklahring færðu hjá næsta skósmið sem býr til lykla.

macrame plant hanging | almost makes perfect

Þessi geðveikt sætu hengi eru svo einföld því það eru bara þrír venjulegir hnútar…BARA ÞRÍR ….mjög einfalt.

Þetta þarftu:

6 x 80 cm mjúkur snærisbúturr eða þykkt/sterkt bómullargarn
Tréperlur með gati sem passar fyrir snærið
Lyklahringur gull eða silfurlitur
Skæri
Falleg lítil planta

ATH!- Kaktusar eru snilldarlega fallegir og engin hætta ef þú ert með kisur að þær meiði sig á kaktusunum 😉

diy macrame plant hangers  | almost makes perfect

Svona ferðu að:

01 | Þú ræður náttúrlega hvað hengið er langt en það geturðu stillt af í lokin.  Taktu alla sex þræðina og bittu þá saman.

02 | Taktu tvo og tvo þræði saman og sameinaðu þá með hnúti.

03 |  Skildu þráða pörin að og sameinaðu þau með þræði við hliðina á með perlu  og endurtaktu þrisvar.

04 | Ákveddu lengdina og bittu stíran hnút með öllum þráðum efst utan um lyklahringinn og …þetta er allt og sumt.  Klipptu endana frá eða leyfðu þeim að hanga.

diy macrame plant hangers  | almost makes perfect

Og nú geturðu hengt svona litla sæta potta um allt hús, í glugga, inni á baði, í hurðarop…allstaðar þar sem þér finnst fallegt!

macrame plant hanging   | almost makes perfect

Þetta er svo sætt…þykkblöðungar og kaktusar eru svo skemmtilegir og svo þarf lítið að hugsa um þá…

diy macrame plant hangers | almost makes perfect