KVENNABLAÐIÐ

Billie Eilish endurskapar poppstjörnu goðsögnina!

Billie Eilish sem slegið hefur í gegn með nýjustu plötunni sinni ,,When We All Fall Asleep, Where Do We Go?“ hitti sjálf í fyrsta skipti sína eigin goðsögn í tónlistarheiminum í fyrra á Coachella tónlistarhátíðinni, Justin Bieber.

Auglýsing

,,Allan þennan tíma hef ég heyrt eina setningu,“ Segir Eilish, ,, eins og ég sé að brjóta reglurnar eða ég sé antí-popp, eða hvað það þýðir eiginlega. Ég er upp með mér að fólk haldi það en hvar þó? Hvaða reglu braut ég? Reglan um að gera klassíska popptónlist og klæða sig eins og stúlka? Ég sagði aldrei að ég ætlaði ekki að gera það. Ég gerði það bara.“

Screen Shot 2020-03-09 at 08.38.07
,,Kannski finnst fólki ég vera að brjóta reglurnar útaf því sjálfu finnst það þurfa að fara eftir þeim og ég geri það ekki. ,,Það er frábært ef ég get látið einhverjum líða frjálsari til að gera það sem þeir vilja gera í stað þess sem er vænst af þeim. En hvað mig varðar áttaði ég mig aldrei á því að gert var ráð fyrir að ég myndi gera eitthvað. Ætli það sé ekki það sem er í raun að eiga sér stað – að ég vissi aldrei að það væri eitthvað sem ég þyrfti að fylgja. Enginn sagði mér slíka fáránlega þvælu, þannig að ég gerði það sem ég vildi.

Auglýsing

Vonandi heldur Billie Eilish áfram að vera alltaf hún sjálf því svo hæfileikarík er hún og greinilega ekkert á leiðinni að vera neitt annað. Sönn fyrirmynd fyrir ungar stúlkar að virkja sína eigin rödd og vera sama hvað umheiminum finnst.

Úr Vouge

 

.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!