KVENNABLAÐIÐ

Fangi sem lést í stutta stund segist hafa klárað lífstíðardóminn og vill verða frjáls maður

Dómstólar í Bandaríkjunum hafa neitað að leysa fanga sem hélt því fram að hann hefði lokið lífstíðardómi eftir að hann „lést.”

Benjamin Schreiber (66) var dæmdur til lífstíðarfangelsis án möguleika á reynslulausn fyrir að berja mann til dauða í Iowaríki árið 1996.

Auglýsing

Segir hann að dómurinn hafi endað fyrir fjórum árum þegar hjarta hans stöðvaðist, þrátt fyrir að hann hafi verið endurlífgaður.

Dómarar sögðu að þrátt fyrir að bón Schreibers væri frumleg, væri hún „ósannfærandi.” Þeir sögðu að „ólíklegt” væri að hann væri látinn þar sem hann hefði skrifað undir pappírana varðandi málið.

Auglýsing

Árið 2015 þróaði Schreiber með sér alvarlega eitrun í kjölfar nýrnasteina. Var hann endurlífgaður á sjúkrahúsi en náði sér að fullu og var skilað aftur í fangelsið. Sagði hann svo að hann hefði verið endurlífgaður án þess að hafa veitt samþykki fyrir því og þetta stutta „andlát” hafi endað dóminn hans, tæknilega séð.

Dómarinn dæmdi málið ríkinu í vil og sagði að dómnum yrði ekki fullnægt fyrr en dánardómstjóri skrifaði undir dánarvottorð. Var dómnumm áfrýjað af lögfræðingi Screibers.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!